- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
744

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

744 FERÐIR, SIGL1NGA.R OG SAMGÖNGUR.

I Magnúss sögu berfætts segir, að eigi hafi verið færra
ís-lenskra manna i Niðarósi en þrjú hundruð, og í sögu Jöns
biskups Ogmundarsonar eptir Gunnlaug munk segir, að »þrjú
hundruð islenskra manna« væri með Teiti biskupssyni. Hvort
tala þessi er áreiðanleg, er eigi hægt að segja með vissu.
Það er eigi ómöglegt að Teitur eða einhver annar hafi taliö
Islendinga til þess að sjá, hve mikinn mannafla þeir höfðu.
Sögusögn ein segir, að hann hafi látið þá sverja sjer eið að
þvi að spara hvorki sjálfa sig nje fje sitt. Liklega er þó tala
þessi að eins ágiskun eða þá aukin til þess að láta standa á
rjettu hundraði. Hins vegar sýnir þetta, að stundum voru
enn margir íslendingar í Noregi og að sumir þeirra áttu fyrir
skipi að ráða. 300 eða rjettara sagt 360 manna var meira
en venjulegar skipshafnir af tiu skipum. Meiri hlutinn af
þessum mönnum hefur því eigi verið af þeim íslandsförum,
sem hjer eru nefnd, heldur af ýmsum öðrum skipum,
far-þegjar af norskum skipum og Islendingar, sem dvöldu í Noregi.
Annars voru þau skip nefnd Islandsför, sem sigldu til Islands
eða voru þaðan, og gátu þau eins vel verið norsk eins og
islensk. ]?au þrjú Islandsför, sem hjer ræðir um, virðast samt
hafa verið islensk, af því að þeirra er getið i sambandi við
svo margalslendinga og fyrir einu þeirra rjeð Islendingur, Teitur
Gissurarson, hinn eini heldri maður, sem nefndur er af
Is-lendingum auk Jóns prests Ögmundarsonar. Er sagt að Jón
prestur hafi talað þar á þingi langt erindi og snjalt, þá er
dæma átti Gísl til dauða, og mýkt reiði konungsins. Sögur
Jóns biskups segja að þetta hafi verið, þá er Jón prestur
dvaldi í Noregi á heimleið sunnan af Frakklandi 1076, en
það getur eigi verið rjett. Annaðhvort er það alt tilbúningur,
helgisaga, sem segir af frainkomu Jóns prests í Niðarósi við
þetta tækifæri, eða hann hefur farið utan um 1096, en þess
er hvergi getið og er þó töluvert sagt af æfi hans. í Jóns
sögu eptir Gunnlaug munk er hann einnig látinn gera hin
mestu kraftaverk. Saga Jóns biskups er eigi rituð fyr en uin
það leyti sem hann var lýstur helgur maður á alþingi; þurfti
þá margt af honum að segja, til þess að fá menn til að trúa
á hann og heita á hann. Mönnum var kunnugt um lífgjöf
Gisls Illugasonar og hina drengilegu hjálp íslendinga, einnig
að Jón biskup hafði um hríð verið í Noregi á heimleið frá
Frakklandi; er því eigi óliklegt að atburðum þessum hafi verið

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0756.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free