- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
750

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

750 FERÐIR, SIGL1NGA.R OG SAMGÖNGUR.

Islenskir kaupmenn sóttu einnig nokkrar vörur til
Dan-merkur og mun það stundum hafa átt sjer stað fram til loka
12. aldar eða jafnvel lengur, þótt eigi sjeu nafngreindir
nein-ir kaupmenn, sem leituðu þangað. Á þetta bendir hinn forni
bæjarrjettur Sljesvíkur, sem er frá um 1201; í honum eru
nefndir kaupmenn frá Islandi.1)

Grein þessa um kaupmennina má nú enda með því, að
skýra frá utanferðum fjögra sona Þorgeirs Hallasonar að
Hvassafelli í Eyjafirði, því að þær sýna hvernig ferðum flestra
Islendinga, sem komu til Björgynjar á siðari hluta 12. aldar,
var háttað. Að vísu er eigi hægt að telja þá bræður alla
með kaupmönnum; en einn þeirra týndist í förum, annar
eignaðist kaupskip og hinn þriðji fór kaupferð til Englands,
og það er greinilegra að geta þeirra allra á einum stað, en
á þremur eða jafnvel fjórum stöðum í ritgjörð þessari.

Hvassafellsbræður voru stórættaðir. Porgeir Hallason
faðir þeirra var höfðingi, og móðir þeirra, Hallbera
Einars-dóttir, var af hinni nafnkunnu Reyknesingaætt. Þau hjónin
áttu fimm syni, sem komust upp, og fóru fjórir þeirra utanr
en einn í klaustur. Ei.nar hjet sá þeirra, sem mun hafa
ver-ið elstur. Hann var eitthvað í förum; hefur ííklega farið ti!
Noregs, eins og flestir farmenn gerðu; en ekkert er kunnugt um
utanferðir hans annað en það, að hann ljet lifið í óbygðum á
Grænlandi; mun hann hafa fengið ilt veður og hrakist
þang-að. Tvennar frásagnir voru til af æfilokum hans og er önnur
þeirra enn til; er það sögn Styrkárs Sigmundarsonar af
Grænlandi, er var sagnamaður og fróður; hefur hann líklega
komið til Islands. Frásögn hans mun vera bygð á því, sem
menn hafa ályktað af líkum þeirra, skipi ogöðrum menjum, sem
fundust eptir þá. Enginn var þar til frásagna. Styrkár sagði,
að skip þeirra hefði fundist í óbygðum, en lið þeirra hefði
gengið í tvo staði og barist um vistir, er voru þrotnar hjá
öðrum flokknuin. Einar komst þá á brott við þriðja mann,
gekk upp á jökla og vildi leita yfir suðurenda Grænlands til
bygðar. Ljet hann þar lífið, er dagleið var til bygðar; mun
hann hafa haft vistir litlar og þær þrotið skjótt. Hann fanst
vetri siðar og var lík hans heilt og ósakað; var það flutt til

Andagtsrejser til Palæstina, 389—411. *) De med jydske Lov
be-slægtede Stadsretter udg. ved P. G. Thorsen, 10, § 29, sbr. § 37 í
Das neuere Stadtrecht Sehleswigs, s. bók, bls. 36.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0762.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free