- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
757

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

FRIÐAK- OG RIT-ÖLDIN.

757

kominn austur í Garðariki, og þar gekk hann í lið með
Haraldi harðráða, áður en hann rjeðst suður til Mildagarðs.
Af utanferð Halldórs segir þó ekki, og hans getur eigi fyr
en suður í löndum í orustum og mannraunum með Haraldi
harðráða. Um Harald er það kunnugt, að hann fór með
mikla sveit Norðmanna úr Garðaríki (1034 eða árið eptir) og
kom til Miklagarðs með 500 manna að því er segir í einu
grísku riti.1) Hann gekk þar á mála hjá Miklagarðskeisara og
var í hernaði fyrir hann á Sikiley (1038—1040), Suður-Ítalíu,
Búlgaríu og víðar. Áður en þetta var, fór hann austur í
Asíu og kom til Jórsala. 1042—1043 var Haraldur í
Mikla-garði, og þar mun hann hafa frjett að Magnús Olafsson,
bróðursonur hans, var orðinn konungur i Noregi og
Dan-mörku (1042). Hann sagði þá upp þjónustu sinni við
keisar-ann, en hann vildi eigi leyfa honum að fara. Flýði þá
Har-aldur á brott með mönnum sinum, og hefur þetta eigi verið fyr
en 1043 og eigi heldur siðar en 1044.2) Hann hjelt þá til
Garðaríkis, kvongaðist þar, og fór til Svíþjóðar 1045. Arið
eptir varð hann konungur i Noregi ásamt Magnúsi góða og
siðan einn eptir fráfall hans (25. oktbr. 1047).

Halldór Snorrason var jafnan meö Haraldi harðráða þessi
ár og honum kær sökum hreysti hans og öruggrar fylgdar;
eru nokkrar sagnir af mannraunum þeirra og sumar ósannar.
Vorið 1048, að því, sem næst verður komist, fýstist Halldór
Snorrason að fara til Islands og gaf Haraldur konungur
hon-um þá knör til fararinnar. Segir sagan, að hann vildi sýna
föður hans, að hann hefði eigi til einskis þjónað honum, og

>) Hist. Tidsskr. (norsk) 2. R. IV, 359. 2) Sbr. G. Storm,
Har-ald Haardraade og Væringerne i de græske Keiseres Tjeneste, i
(Norsk) Hist. Tidsskr. 2. R. IV, 354-386. í ritgjörð þessari er skýrt
frá grísku riti, sem var kenslubók um hernaðarlistina og einnig
iuni-beldur rit um ráð lianda Grikkjakeisara. Prófessor Wassilievsky í
Moskva hefur ritað um liandrit þetta (1881) og geíið út langa kafla
af jjví. í jjví er sjerstök grein um Harald harðráða á meðan hann
var i þjónustu keisarans. Má af henni sjá, að ýmislegt af því, sem
segir af honum þar syðra i Noregs konunga sögum, Danasögu Saxa,
°g söguriti Vilhjálms af Malmesbury, er algjörlega rangt. Keisarinn
°8 Grikkir vissu vel hver Haraldur var; það er því ósatt að hann
hafí nefnst Norðbrikt. Hann er í riti þessu nefndur Araltes, sem er
sama nafnið sem Haraldur. Vilhelm Thomsen benti fyrstur á
Norður-löndum á ritgjörð Wassilievskys.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0769.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free