- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
758

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

758

FERÐIR, SIGL1NGA.R OG SAMGÖNGUR.

einnig að Halldór hafi verið með föður sínum veturinn eptir
á Islandi, en þetta hvorttveggja er rangt. Snorri goði
andað-ist 1031.

Sagan segir, að Halldóri hafi í fyrstu gengið illa að fá
menn á skip sitt, af þvi að allir höfðu áður »ráðið sjer
skip-an«. Konungur á þá að hafa hjálpað honum með brögðum;
kvaðst hann hafa heyrt að Danaher væri koininn i landið
austur í Vik, og bannaði öllum skipum að fara úr landi, nema
knerri Halldórs Snorrasonar, áður en hann hefði slíkt sem
hann vildi af liði og vistum af hverju skipi. Nú buðust
Hall-dóri margfalt fleiri hásetar, en hann þurfti á að halda, og er
hann hafði ráðið þá, sem hann vildi, kunngjörði konungur
degi síðar að fregn sú, er heyrst hefði um ófriðinn, hafi
reynst ósönn og gaf öllum fararleyfi.

Sumarið eptir (likl. 1049) kom Halldór aptur frá íslandi
til hirðar Ilaralds konungs, en þá var hann eigi jafnfylginn
konungi sem fyr; sat hann eptir á kveldum, þá er konungui’
gekk að sofa, og kom eigi heldur ávalt á : jetlum tíma, þá er
hann skyldi vera með konungi. Fyrir því urðu ýmsar greinir
með þeim, og segir af þeim i hinni lengri sögu Haralds
harðrába (i Fms. og Flat.. og Morkinskinnu að nokkru).
Slcildu þeir að lokum ósáttir og fór Halldór til íslands eptir
tveggja vetra vist með konungi (likl. 1051). Hann gerði þá
bú í Hjarðarholti, bjó þar til elli og varð gamall maður.

Snorri Sturluson getur eigi um neinar sjerstakar skærur
á milli þeirra, liklega af því að hann »vildi eigi setja á
bxk-ur vitnislausar sögur«, en honum var þó kunnugt um
sundur-lyndi þeirra. Hann lýsir Halldóri Snorrasyni og segir, að
hann »var manna mestur og sterkastur og hinn fríðasti;
það vitni bar Haraldur konungur honum, að hann hafi verið
þeirra manna með honum, er síst brygði við váveiflega
hluti, hvort er það var mannháski eða fagnaðartíðindi eða
hvað sem að hendi kom í háska«. En »Halldór var maður
fámæltur og stirðorður, bermæltur og striðlundaður og
ó-mjúkur, en það kom illa þá við konung, er hann hafði nóga
aðra með sjer göfga nienn og þjónustufulla*.1)

’) Msk. 9-13, 46-51; Fsk. 226, 228; Hkr. III, 9-14/87- 95,
36/129-130; Fms. VI, 135 158, 160, 164-167, 237-251; Flat. III, 291,
301—302, 304, 401, 407, 409, 428—431 sbr. I, 506-511 (= Fms. IH,
152-163).

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0770.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free