- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
759

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

FRIÐAR- OG RIT-ÖLDIN. 171

Auöun hinn vestfirðski eignaðist skip, þvi aö Sveinn
konungur Astriðarson gaf honum það. Hann fór utan i fyrstu
með norrænum manni, er Þórir hjet, og hafði haft veturvist
hjá 3?orsteini, bónda nokkrum á Vesturlandi, húsbónda
Auð-unar. Auðun kom sjer snemma vel og fekk hann utanferðina
og umsjá l>0ris fyrir þá hjálp, sem hann hafði veitt honum
um veturinn. Mestan hluta fjár þess, sem Auðun átti, lagði
hann með móður sinni áður en hann fór, og var það þriggja
vetra björg. Þórir stýrimaöur hjelt til Noregs og var Auðun
með honum um veturinn. Sumarið eptir sigldi Þórir til
Grænlands og voru þeir Auðun þar hinn næsta vetur. far
keypti Auðun bjarndýr eitt, gersemi mikla, og gaf fyrir alla
eigu sina. Sumarið eptir fóru þeir til Noregs, og þaðan hjelt
Auðun til Danmerkur, til þess að gefa Sveini konungi
Ást-ríðarsyni bjarndýrið. Komst hann þangað eptir mikla mæðu
og færði konungi dýrið.

Konungur tók Auðuni vel og var hann með honum um
hrið, en fór síðan pílagrimsför suður i Rómaborg. A
heim-leiðinni varð hann veikur og gekk þá upp allur farareyrir
hans, sem Sveinn konungur hafði gefiö honum; þó hrestist
hann og varð að biðja sjer matar; komst hann svo við mesta
volæði aptur til Danmerkur. Hann kinokaði sjer þá við að
láta konung og hirðina sjá sig tötrum búinn; en konungur
varð hans var, tók honum vel, ljet búa honum bað og gaf
bonum klæði. Konungi fjell vel við Auðun, þvi að hann
bauö honum að vera hjá sjer, og að gjöra hann skutulsvein
sinn. Auðun þakkaði konungi það vel, en kvaðst vilja fara
Islands, þvi að nú væri Iokið björg þeirri, er hann Iagði
til móður sinnar áður en hann fór, og hann mætti eigi vita
Það, að hún træði stafkarlsstig á Islandi en hann lifði við
sæmd hjá konungi. Sveini konungi þótti þetta vel mælt og
drengilega, og gaf Auðuni skip með farmi í laun fyrir
bjarn-dyrið, en leðurhosu fulla af silfri til minja um það, að hann hafði
gefið Sveini konungi gersemi. En ef hann kynni að brjóta
skipið og týna silfrinu, þá gaf hann honum til vara
gull-hring til að hafa á sjer.

A heimleiðinni kom Auðun við i Noregi og fann Harald
konung harðráða, eins og hann hafði heitið honum. Hann

þá konungi gullhringinn í þakklæti fyrir það, að hann
hefði látið hann á ófriðartíma fara i friði með dýrið til Dan-

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0771.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free