- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
767

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

FRIÐAR- OG RIT-ÖLDIN.

767

laktús (af xaT7.Uay.-T|;, víxlari), varð keisari 1034, og munu
þeir Þorsteinn eigi hafa komið til Miklagarðs fyr en um það
leyti sem hann kom til rikis. Þeir Þorbjörn höfðu aldrei
sjest og þektust því ekki, en litlu siðar fekk forsteinn að
vita hver hann var, og veitti honum þá banasár. Segir sagan,
að Grettir Asmundarson væri hinn eini Islendingur, sem hefnt
var út í Miklagarði.1)

Hrafn GuSrúnarson að Melum í Hrútafirði hefndi föður
sins og drap Kálf Þorgrímsson frá Stað i Hrútafirði, en [-]?orgrím-ur-] {+]?orgrím-
ur+} böndi að Stað hafði vegið föður Hrafns fyrir 14 árum, þá er
Hrafn vai barn að aldri. Fyrir þetta gerði Þorgrimur Hrafn sekan
skögarmann á alþingi, og kom Guðrún móðir hans lionum þá
i norrænt skip, sem var í Hrútafirði og búið til hafs. Guðrún
var systir Sighvats skálds Þórðarsonar og naut" hún og sonur
hennar hans hjá einum Norðmanni, sem tók hann á skipið
(likl. 1042). Af Hrafni er dálitill þáttur, og segir þar að
hús-bóndi hans í Þrándheimi, Ketill ripur, vildi selja hann i
þrældóm, líklega sökum þess að hann talaði löngum við
dóttur hans og þær mæðgur, en fyrir það drap Hrafn hann.
Magnús konungur hinn góði gerði hann þá útlægan, en
Hrafn barðist með honum á Hlýrskógsheiði (28. septbr. 1043)
najög fræknlega og tókst aó vinna hylli hans. Gaf Magnús
konungur honum þá upp sakir og gipti honum dóttur Ketils
rips. Áður fór þó Hrafn til íslands og færði fram sýknu sina
á alþingi. Siðan fór hann aptur til Noregs hið sama sumar,
°g móðir hans með honum, og slaðfestist þar (likl. 1044).2)

Eptir bardagann við Kakalahól og vig Koðráns
Guð-mundarsonar (Iíkl. 1047) voru nokkrir Ljósvetningar gerðir
utan þrjá vetur, forvarður Höskuldsson á Fornastöðum
1 Fnjóskadal, sonarsonur Þorgeirs Ljósvetningagoða,
Hösk-uldur sonur hans, Brandur Gunnsteinsson og Þorkell
HallgiJsson að Veisu. Enn fremur varð sekur Hallur
Ó-trYggsson, sem nú vai’ kallaður Koðránsbani, og skyldi
fara utan og eiga aldrei útkvæmt. Þeir fóru þegar til skips
(likl. 1048) og fekk Þorvarður far handa þeim öllum hjá
Austmanni einum, sem hjet Kálfur og kallaður var hinn kristni.
Hann var þá með skip sitt i Svarfaðardalsárósi. Segir sagan,

r) Grett. 84/291, 41/155, 85- 86/293- 296, 93/315. 2) Fms. VI, 102-

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0779.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free