- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
769

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

FlllÐAR- OG RIT-ÖLDIN.

769

Koðrán voru systkinabörn, en formóður var veturgamall,
segir Snorri, þá er Koðrán var veginn og hafði aldrei sjeð
Hall Ótryggsson fyr en þá. Hann var þá kominn af Islandi,
líklega um sumarið (1064), og sat um hann, segir
Ljósvetn-inga saga. Ef það er rjett, að Þormóður hafi að eins verið
veturgamall er Koðrán var veginn, hefur vig hans eigi getað
verið siðar en 1047, því að 3?ormóður hefur eigi verið yngri
en 18 vetra, þá er þetta var. Hins vegar er svo að sjá af
Ljósvetninga sögu sem Haraldur harðráði hafi verið orðinn
einn konungur í Noregi, þá er Ljósvetningar komu þangað
árið eptir vigið. Sagan segir, að þeir væru gerðir utan á
Hegranesþingi og að þeir færu af þingi til skips í Eyjafirði.
Þar urðu þeir lengi að biða byrjar, svo að jafnvel tók að
hausta áður en þeir ljetu i haf. En þeir hafa þó varla
kom-ið svo seint til Noregs, að Haraldur harðráði hafi þá verið
vestan fjalls eða norðan i Noregi, ef um árið 1047 væri að
ræða, því það ár kom konungur þangað eigi fyr en i
miðj-um nóvember. Pá er Magnus konungur hinn góði andaðist
25. október, voru þeir Haraldur með her suður i Danmörku,
líklega við Suðurjótland. Eptir það fór Haraldur til
Víkur-innar og hjelt þar þing og ljet hylla sig. Síðan fór hann
vestur og norður með landi og ljet.taka sig til konungs í
hverju fylki. Að visu fór hann næsta sumar herferð til
Dan-merkur, en þá var hann varla eins lengi fram á haustið.
Hins vegar verður að gæta að því, að vorþingin á Islandi
voru haldin í maimánuði og orðið »að hausta« er heldur
ó-ákveðið tímatakmark; er það eins og »að vora« opt notað
eptir því, hvernig veðráttan er. Leiðarþingin voru háð í júlí
eða í ágúst og voru þó opt nefnd haustþing. Það má því
vel vera að þeir Kálfur hinn kristni og Ljósvetningar hafi
látið i haf i miðjum ágústmánuði, þótt sagt sje að þá væri
tekið að hausta, enda segir sagan að veðráttan væri köld og
útnyrðingar.

Eptir þessu að dæma er líklegast að Koðrán
Guðmund-arson hafi fallið 1047, en að Ljósvetningar hafi verið dæmdir
af landi brott og farið utan 1048, ef marka má einstök atriði
i Ljósvetninga sögu um þetta.1)

Ljósv. 25/223, 27-29/234-242, 30-31/246-248, 273; Msk. 92;
-Hkr. III, 72/181-182; Fms. VI, 337; Flat. III, 376. Guðbr. Vigfússon,

47

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0781.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free