- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
770

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

770

FERÐIR, SIGL1NGA.R OG SAMGÖNGUR.

Eptir þessar deilur er um alllangt skeið litið getið um
deilur og vigaferli, og eigi heldur um menn, sem urðu að
flýja af landi brott, fyr en 1120. Það ár drap Grímur
Snorrason frá Múla í Saurbæ Ólaf Hildisson að
Staðar-hóli. Siðan fór hann á fund Hafliða Mássonar og hann sendi
hann austur i fjörðu til Finns Hallssonar, er síðar varð
lög-sögumaður (1139—1145), og kom hann Grími utan til þess
að koma honum undan hefnd. Seinna kom Grímur út aptur
og staðfestist þá i Austfjörðum.1)

Aðalrikur (eða Óðalríkur) Gunnfarðsson vá
Skeggja Gamlason, bónda á Skeggjastöðum i Dölum, og var
skotið undan norður á land og þaðan til Austfjarða. Um
sumarið varð hann sekur á alþingi, en honum var komið
utan af Austfjörðum (um 1150).2)

3?ó rir Þorgrimsfóstri, norðlenskur maður, var þjófur
og Utilegumaður vestur i Dölum; hann særði mann til ólífis,
en Einar forgilsson á Staðarhóli hjálpaði honum og kom
honum utan (um 1152).3)

Kjartan Halldórsson, húskarl í Holti, særði mann til
ólífis og flýði til Sturlu Þórðarsonar í Hvammi, og skaut
hann skjóli yfir hann; en siðan tóku frændur hans við
hon-um og komu honum utan og gáfu fje til farningar honum
(eptir 1161).4)

Þorgeir Böðvarsson, eða Arnóruson eins og hann
var venjulega nefndur, vá Tanna bónda i Galtardalstungu
og varð sekur skógarmaður, en Sturla I’órðarson i Hvammi
kom honuin utan um sumarið i Eyjafirði. Ófeigur
Bergs-son eða Salgerðarson, heimamaður Sturlu, fylgdi honum
norður og fór utan með honum. Sumarið eptir kom Ófeigur
út og fór þá til Sturlu; en Þorleifur beiskaldi, frændi Tanna
og goði, stefndi þá Ófeigi fyrir það, að hann hefði verið i
förum með Þorgeiri (um 1172—1173).B)

Þorleikur Birningsson og Snorri, unglingsmaður
nokkur, urðu sekir eptir banasár við Einar Þorgilsson að
Staðarhóli, og var gefið fje til farningar þeim (1186). Peir

Safn I, 489, ætlar að þessir atburðir hafi gerst 1050—1060, en það er
rangt. Eptir honum hefur útgefandi Ljósvetninga sögu, Guðm.
for-láksson, farið, sbr. Ljósv. bls. 199. v) Sturl. I, 23-25. 2) Sturl.

I, 58—59. 8) Sturl. I, 62—64. 4) Sturl. I, 75—76. 5) Sturl. I,
93-94.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0782.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free