- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
775

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

friðar- og rit-öldin.

775

að hann hafi verið sköllðttur 1119, þótt þar sje tekið of djúpt
í árinni að telja hann á efra aldri; það væri að eins nærri
sanni, ef þess væri gætt, að mannsæfin var þá venjulega
töluvert styttri en nú á tímum.1)

Fyrri kona Hafliða Mássonar var Þuríður 3?órðardóttir,
Sturlusonar (Viga-Sturlu), Þjóðrekssonar. Sturla var samtiða
Snorra goða, en þó eitthvaó eldri. Þórður sonur hans er
varla fæddur siðar en snemma á 11. öld (um 1000—1015)
og Puríður dóttir hans einhvern tima á miðri 11. öld. Hún
hefur gipst Hafliða um 1075—1080. Síðar hefur það varla
verið svo að neinum mun nemi, þvi að »þau áttu margt
barna«, og hafa því verið gipt í mörg ár. Síðan átti Hafliði
Rannveigu Teitsdóttur frá Haukadal. 3?eirra dóttir var
Sig-ríður, kona 3?órðar i Vatnsfirði, og hafa þau því hlotið að
giptast einhvern tima kring um 1195. Rannveig var á alþingi
1120 með manni sinum, og hefur hitt þar frændfólk sitt,
Haukdæli og Mosfellinga. Teitur faðir hennar var þá dáinn
fvrir hjer um bil tíu árum (1110), en Gissur biskup fyrir
tveimur árum (1118), og var hann fæddur 1042; er líklegt að
Teitur hafi verið elstur þeirra bræðra og fæddur um 1040,
en fæðingarár hans er eigi nefnt. Að vísu er Gissur
venju-lega talinn fyrstur þeirra bræðra i sögunuin, en það mun
vera af þvi að hann var þeirra göfgastur og frægastur, en
eigi beinlinis sökum aldurs.3) Ef Teitur hefur verið yngri en
Gissur, hefur hann þó eigi verið fæddur síðar en um 1044.

l?etta bendir því á að Hafliði hafi eigi verið fæddur
síð-ar en um 1055, og því má vera að faðir hans hafi verið i
förum um 1035. A hið sama bendir aldur Bergþórs
Másson-ar, bróður Haíliða. Hann átti Kolþernu Eyjólfsdóttur halta á
Möðruvöllum. Eyjólfur tók við riki eptir Guðmund hinn rika
föður sinn, er hann andaðist veturinn 1024—1025. Hann var
þá fullorðinn og hann lifði eitthvað fram yfir miðja 11. öld.
Hvaða ár Kolþerna er fædd, er ókunnugt, en óliklegt er að
það hafi verið síðar en um 1040 til 1050. Tengdasonur
Berg-þórs var Finnur Hallsson lögsögumaður (f 1145), og er svo
að sjá sem hann hafi fengið Halldisar Bergþórsdóttur löngu

’) Krist., Bps. I, 31; ísl. I, 329, 384; Dipl. Isl. I, 186, 190.
") Sturl. I, 7—8, 28-29; Krist., Bps. I, 31-32; Krist., Ísl. þ. og Hungr.
BPs. I, 27, 54, 61, sbr. Ldn. 95—96, þar sem synir Guörúnar
Ósvífrs-dóttur eru taldir eptir metorðum og frægð, en eigi eptir aldri.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0787.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free