- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
776

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

776

ferðir, sigl1nga.r og samgöngur.

fyrir 1120.1) Alt þetta bendir á aö Bergþór hafi verið fæddur
einhvern tíma á miðri 11. öld, og verið heldur eldri en
Haf-liði bróðir hans. Þeir bræöur munu hafa verið fæddir
ein-hvern tima á árunum 1045—1055.

Hafliði Másson var fjórði maður frá Ævari landnámsmanni
Ketilssyni. Ævar er í Vatnsdæla sögu kallaður hinn gamli.
Hann kom út seint á landnámsöld, og Vjefröður sonur hans
um lok landnámsaldarinnar eða nokkru síðar. Hann
kvong-aðist Gunnhildi, dóttur Eiríks úr Goðdölum, systur
Hólm-göngu-Starra og bræðra hans, sem taldir eru með mestu
höfðingjum landsins um 981.2) Systir þeirra hefur verið
sam-tíða þeim og synir hennar og Vjefröðar voru þeir Úlfhjeðinn,
Skarphjeðinn og Húnröður, faðir Más; mun hann hafa verið
yngstur þeirra bræðra. Hann kemur við sögur rjett í byrjun
11. aldar,3) og þá á hann að hafa farið utan eins og fyr er
sagt. Ef hann hefur eignast Má son sinn nokkru eptir að
hann kom úr þeirri ferð, eða um 1010, þá mátti hann vera
í förum og kominn út í Miklagarð um 1035, en eignast þó
Bergþór og Hafliða 10—20 árum síðar, er hann var setstur
að á Islandi. Ætt þessi gekk mjög seint fram, en þó eigi
seinna en sumar ættir á vorum dögum.4) En ef einhvern lið
kann að vanta í hana, þá er það eigi á milli Más og Hafliða,
heldur fyr.

I’jóðólfur Arnórsson, skáld, var norðlenskur og óx
upp í Svarfaðardalnum. Hann mun hafa farið utan einhvern
tíma um 1033, því að hann orti um Harald jarl 3?orkeIsson,
er var í Noregi með Sveini konungi Álfífusyni. Seinna fór
Þjóðólfur aptur utan (um 1043) og var þá með Magnúsi
kon-ungi góða, og orti flokk um hann (um 1045). Eptir fráfall
hans gerðist Pjóðólfur hirðskáld Haralds harðráða, og var
lengstum með honum; er opt vitnað til kvæða hans í Noregs
konunga sögum. Um 1053 fór hann til íslands og hafði þá
með hest þaðan til Noregs, segir sagan. Þjóðólfur var með
Haraldi konungi til dauðadags hans og barðist með honum
við Stanforðabryggju; hefur hann líklega fallið þar eða látist
litlu siðar af sárum.s)

Sturl. I, 8, 24-25. 2) Krist. Bps. I, 4; Ldn. 5/185-186.

8) Sbr. ísl. sögu mína II, 503—504. <) Sbr. Magnús Stephensen,

Tímarit Bókmentafjel. V, 173 o. ef. 6) Msk. 69-70, 93-97, 102,

116, 119; Hkr. H, 239/512, III, 1/7, 5/12, 28/49, 30/53 -58, o. fi.; 32/120,

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0788.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free