- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
783

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

friðar- og rit-öldin.

783

fór hann með mörg þeirra til að skemta konungi. Eptir bæn
hans fekk konungur honum brjef til þess að hann næði
arf-inum. 3?á er Stúfur hafði lokiS erindi sínu austur í Vík, fór
hann til Niðaróss á fund konungs og gerðist honum
handgeng-inn og var með honum um hrið. En síðan mun hann hafa
farið til íslands. Hann orti erfidrápu um konunginn og er
enn nokkuð til af henni.1)

Þormóður Asgeirsson eða Einriðason, sem fyr er
nefndur, fór utan um 1064, á fund Haralds konungs
harð-ráða, og var með honum í leiðangrinum haustið 1064, á
skipi Magnúss konungssonar. Eptir vig Halls Koðránsbana
hjálpaði konungsson honum og skaut honum undan á land,
en föður sínum bauð hann bætur fyrir hann. Sagan segir, að
konungur yrði þá svo reiður að við sjálft var, að hann
myndi ganga að þeim Magnúsi, áður vinir þeirra komu til
og sættu þá. En Þormóður fór suður til Danmerkur og
það-an til Miklagarðs og gekk þar á mála. Segir síðan ekki af
ferðum hans.2)

Steinn Herdisarson fór utan fám árum fvr en þetta
var. Hann var frændi Úlfs stallara og var á skipi hans í
Nizarorustu (9.—10. ágúst 1062). Steinn hefur annaðhvort
verið lengi erlendis, eða farið utan optar en einu sinni, því
að hann var einnig hjá Ólafi konungi hinum kyrra. Steinn
var skáld, eins og margir i ætt hans (hann var dótturdótturson
Einars skálaglams) og orti bæði um Nizarorustu og Ólaf
kyrra. Einnig orti hann flokk eða erfikvæði um Úlf frænda
sinn. Steinn hefur verið erlendis á árunum 1062—1070, eða
jafnvel lengur.3)

Pork ell Þórðarson skalla, eða Skallason, sem hann
einnig var nefndur, fór utan og var með Valþjófi jarli
Guðina-syni á Englandi, hirðmaður hans, að sögn Fagurskinnu. Hann
°rti kvæði um jarlinn eptir fall hans haustið 1066.4)

’) Msk. 104-105, 118; Hkr. III, 12/93, 3/227-228; Fms. VI, 161,
389-393, 442; Flat. HI, 379-381. 2) Ljósv. 30/247, 273; Msk. 92—
S3; Hkr. HI, 72/182; Fms. VI, 337-338; Flat. HI, 376-377. 5) Msk.
7?> 113-114, 121, 124-125, 129-130; Fsk. 267 -269, 284, 302-304;
Hkr. III, 37/130, 61-63/159-162, 85/198-199, 101/223, 1/225; Fms. VI,
313-314, 317, 406-408, 427—428, 435- 439, 441-442, 447-448; Knytl.,
Fms. XI, 215; Flat. HI, 361-363, 390, 398. Ldn. 11/95. 4) Fsk.

66/299; Hkr. III, 96-97/215-216; Fms..VI, 426.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0795.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free