- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
784

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

784

ferðir, sigl1nga.r og samgöngur.

Nokkrir af niðjum Halls af Siðu fóru til Orkneyja og
ílendust þar á þessu timabili, en hve nær það var, er
ókunn-ugt. Þórdís Hallsdóttir átti Þórð Halldórsson úr
Fossár-skógum; sonur þeirra var Ospakur, faðir Sumarliða,
föð-ur Þóru, er átti Erlendur jarl iÞorfmnsson í Orkneyjum.
Hann var jarl 1064 til 1098 og eitt af börnum þeirra Þóru
var Magnús jarl hinn helgi (f 1115). Þóra mun hafa verið
fædd og uppalin i Orkneyjum og Sumarliði faðir hennar
verið búsettur þar; en hún hefur efgi fæðst fyr en eptir
miðja 11. öld (um eða laust fyrir 1060), því að eptir andlát
Erlends jarls i Noregi (haustið 1098 eða þá um veturinn),
giptist hún aptur göfgum manni, Sigurði i Papuli, og var
þeirra sonur Hákon karl. Þóra var á lífi þá er Magnús
son-ur hennar var veginn, og þá enn hin ernasta.1)

Gellir Þorkelsson Evjólfssonar frá Helgafelli, sem
fyr er nefndur, fór utan og var með Magnúsi konungi góða
um eða litlu eptir 1040, og þá af honum að sögn Laxdæla
sögu tólf aura gulls og mikið fje annað. Löngu síðar, þá er
Gellir var nokkuð hniginn á hinn efra aldur, bjó hann ferð
sína af íslandi og kom til Noregs (um 1070). Hann dvaldist
þar eigi lengi, en hjelt áfram ferðinni og gekk suður til Róms,
og »sótti heim hinn helga Pjetur postula«. Hann dvaldist
mjög lengi í þeirri ferð, fór síðan sunnan og kom í
Dan-mörk. ÍÞá tók hann sótt og lá mjög lengi og fekk alla
þjón-ustu. Siðan andaðist hann (1073) og hvilir í Hróarskeldu.
Hann var þá á 65. árinu.3)

Gissur Isleifsson, sem fyr er nefndur, fór utan og
lærði i Herfurðu á Saxlandi sem faðir hans og eflaust að
ráðstöfun hans. Hann var vígður til prests þegar á unga
aldri, liklega áður en hann fór af Saxlandi. 3?á er hann kom
til íslands, kvongaðist hann Steinunni Þorgrímsdóttur, ekkju
Póris Broddasonar, og bjuggu þau fyrst að Hofi í
Vopna-firði. Síðan fór hann aptur utan og »var farmaður mikill hinn
fyrra hluta æfi sinnar, meðan ísleifur lifði« (Hungrvaka).
Annaðhvort fyrst á ferðum þessum eða öllu heldur er hann
var á heimleið frá Saxlandi, kom haun á fund Haralds
kon-ungs harðráða, og segir sagan, að konungur hafi sagt um

») Síðu-H. 232; Icel. sag. I, 60-61, 239, 281, 74, 80-81, 87;
Flat. n, 422, 430, 435, 439. ") Las. 78/287, 78/283-289; Ann. I>

III, IV.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0796.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free