- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
786

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

786

ferðir, sigl1nga.r og samgöngur.

nauðsynja; Síðan hjelt Gissur heim á leið og var í Danmörku
um vetur; sumarið eptir fór hann til Islands (1083) og
tók-öll alþýða feginsamlega við honum. Eptir þetta fór Gissur eigi
af landi brott.1)

Sæmundur Sigfússon í Odda var samkvæmt Jóns
sögu hins helga fæddur 1054. Hann hefur farið mjög ungur
utan, þvi að hann var lengi erlendis, en kom þó heim aptur,
er hann hafði tvo um tvítugt eða ef til vill rúmléga það.
Hve nær hann fór utan segir ekki, og lítið af utanferð hans
annað en það, að hann var lengi að námi suður á
Frakk-landi og að hann kom út með nágranna sínum og frænda,
Jóni Ögmundarsyni á Breiðabólsstað. Sagan segir, að hann
hafi verið lengi utan, svo að ekkert spurðist til hans, en að
Jón Ögmundarson fengi spurt hann uppi, þar sem »hann var
með nokkurum ágætum meistara, nemandi þar ókunniga
fræði, svo að hann týndi allri þeirri, er hann hafði á æsku
aldri numið, og jafnvel skirnarnafni sínu«. í Oddverja annál
segir, að hann hafi verið i skóla í París, og er það líklega
rjett. Hin ókunnugu fræði, sem hann nam, munu hafa verið
hinn almenni skólalærdómur mentaðra manna suður í
álf-unni, trivium, sem svo var nefnt og þýðir eiginlega þrivegur,
og var þrjár námsgreinar (grammatik, málfræði; rhetorik,
stíl-eða mælsku-fræði, og dialektik, rökfræði) og quadrivium
(fjór-vegur: arithmetik, talnafræði; geometria, rúmmálsfræði;
astro-nomia, stjörnufræði, og músik, tónfræði). Þessi »fræði«, eða
skólalærdómur var ókunnur á Islandi fyrir daga Sæmundar,
að minsta kosti að mestu leyti, og víst er um það, að margt
mátti hann læra á Frakklandi, sem ókunnugt var á Islandi.
Andlegt iif og mentun var þar og viðar suður i löndum i
allmiklum uppgangi á 10. og 11. öld, mest sökum endurbóta
Clunymunkanna og starfsemi þeirra. Af fræðum þeim, sem
Sæmundur nam, er »stjörnuíþrött« eða »astronomia« nefnd í
sögnum þeim, sem mynduðust um utanferð hans. Hún var
ein af þeim fjórum fræðslugreinum, sem kendar voru i
hin-um æðri skólum; á Sæmundur að hafa verið svo vel að sjer
í henni, að hann sigraði sjálfan meistara sinn í henni.2)

’) íslb. 10/14—15, 10/17; Krist. s„ Bps. I, 27- 28; Hungr., s. st.
66-67; Jóns s„ s. st, 153, 219, 158, 230-231; Sturl. I, 244, 246; Msk.
103; Fms. VI, 389; Flat. III, 379; Ann. 1, III, IV. ’) íslb. 9/14;

Jóns. s., Bps., 1,156-157, 227-230; Ann. IV (1076), VII (1078), X (1077).

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0798.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free