- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
787

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

friðar- og rit-öldin.

787

Sæmundur hefur eflaust verið bráðþroska og óvenjulega
vel greindur maður. Fyrir því hefur hann getað farið svo
ungur suður i lönd. Hann hefur á námsárum sinum fengið
meiri þekkingu 1 iærdömsiistum manna suður í Európu, en
aðrir Islendingar höfðu á hans dögum og alllengi eptir hann
látinn. Hann var þvi snemma nefndur hinn fróði og ýmsar
sagnir mynduðust einnig um kunnáttu hans; eru fleiri
þjóð-sögur af honum en af nokkrum öðrum íslendingi eptir lok
sögualdarinnar og fram eptir öllum miðöldunum. En
Sæ-mundur prestur var lika mikils metinn. Hann var bæði
höfð-ingi og merkur kennimaður og einhver »mestur nytjamaður
guðs kristni« á íslandi. Um hann er einnig sagt, að hann
hafi verið »forvitri« og »lærður allra manna best«.

5?á er Jón Ögmundarson hafði lokið námi hjá Isleifi
biskupi og var djákn að vígslu, fýstist hann að fara utan til
þess að auka nám sitt. Hann mun þá hafa verið rúmlega
tvitugur (f. 1052). Hann fór fyrst til Noregs, þaðan til
Dan-nierkur og síðan gekk hann suður og ljetti eigi ferðinni fyr
en i Róm, er hann hafði sótt heim hinn helga Pjetur
post-ula. A heimleiðinni hefur hann farið um Frakkland og þar
mun hann hafa spurt uppi Sæmund Sigfússon, ef það er rjett,
sem saga hans segir, að hann spandi hann út hingað með
sjer. Saga Jóns biskups segir einnig að hann hafi fundið
Svein konung Úlfsson (d. 28. april 1076) enn á lífi, er hann
kom í Danmörk á heimleiðinni, og mun það vera rjett. Síðan
hjelt hann og þeir Sæmundur báðir til Noregs. Par var þá
konungur Ólafur hinn kyrri Haraldsson, en eigi Magnús
ber-fættur sonur hans, eins og segir i sögu Jóns biskups. Einnig
er það rangt i sögunni, að Jón Ögmundarson hafi þá talað í
máli Gisls Illugasonar; það vigsmál var hjer um bil 20
ár-síðar; og hefur Jón hlotið að fara þá utan, ef það er
rjett að hann hafi verið þar við staddur, en ekkert er
kunn-ugt um neina utanferð hans á þeim árum (sbr. að framan
bls. 744—745). Frá Noregi fóru þeir Jón og Sæmundur til
Islands, og settist hvor á sína föðurleifð, Jón á Breiðabólstað,
en Sæmundur i Odda. Útkoma Sæmundar vakti töluverða
eptirtekt, og má af því ráða, að eitthvað mjög nýstárlegt
hef-Ur þótt um ferð hans og heimkomu eða að menn alment
hafa verið orðnir hræddir um hann. Ari fróði getur þess sem
stórtíðinda á lögsöguárum Sighvats Surtssonar (1076—1083),

50*

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0799.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free