- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
788

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

788

ferðir, sigl1nga.r og samgöngur.

að »á þeim dögum kom Sæmundur Sigfússon sunnan af
Frakklandi hingað til lanas, og ljet síðan vigjast til prests«.
Sighvatur tök lögsögu á alþingi (í júní) 1076, og segir
Kon-ungs annáll að Sæmundur hafi komið það ár úr skóla, en
aðrir annálar, sem eru vngri og minna verðir um 11. öld,
setja útkomu þeirra 1077 eða 1078.x)

Arið 1105 fór Jón Ögmundarson enn utan, er hann var
kosinn til biskups yfir Norðlendingafjóröung, til þess að taka
biskupsvígslu. Þá var nýbúið að setja erkibiskupsstól i
Dan-mörku yfir öll Norðurlönd, og segir eigi af ferð Jóns biskupsefnis
fyr en hann kom þangað með föruneyti sinu á fund Össurar
erkibiskups. Hann bar upp fyrir honum erindi sitt og sýndi
honum brjef og innsigli Gissurar biskups. En þótt
erkibisk-upi litist Jón vel til biskups fallinn, þorði hann samt eigi að
vígja hann án vitundar páfa og leyfis, sökum þess að Jón
var tvígiptur. Hann rjeð honum þvi að fara sem skjótast á
fund páfa, og ritaði páfa brjef með honum. Jón hjelt því til
Rómaborgar og hitti þar Paskalis II. páfa. Hann tók Jóni
vel og máli hans, og gaf Össuri erkibiskupi leyfi til að vígja
hann til biskups. Litlu siðar sneri Jón heim á leið og vígði
erkibiskup hann í Lundi 29. apríl 1106. Eptir það dvaldist
Jón um hrið með erkibiskupi og þá af honum mörg ráð- En
um sumarið fór hann til Islands og varð vel reiðfara. Hann
fór þá að Hólum i Hjaltadal, sem prestur einn hafði gefið til
biskupsseturs.2)

Kálfur Mánason orti kvæði um Knút hinn helga
Dana-konung (d. 1086) og mun því hafa dvalið um hrið í
Dan-mörku á hans dögum eða um 1080—1086. Kálfur var
kom-inn af IIólmgöngu-Mána, er nam Skagaströnd fyrir norðan
Fossá.3)

3?orkell hamarskáld virðist fyrsthafa farið til Noregs
fyrir 1066 á meðan Eysteinn orri var á lífi, þvi að hann orti

!) Jóns.s., Bps. I, 154-157, 220—229; Ann. IV, VII, IX, X. Jón
forkelsson, Om digtningen p& lsland, bls. 3, segir aö Jón
Ögmundar-son hafi stundað nám við liáskólann í Bologna, en það er eigi rjett.
Háskóii sá var fyrst stofnaður nokkru síðar (1088). Jón Halldórsson
Skálholtsbiskup (1322—1339) stundaði aptur á móti þar nám, Bps. II,
223, 224, og má vera að það bafi vakað fyrir böfundinum. 2)
Islh-10/17; Hungr., Bps. I, 68—69; Jóns s„ Bps.I, 159—162, 231—234; Ann.
I, III, IV. 3) Knyt., Fms. XI, 214, 216; Skáldatal; Ldn. 5/187.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0800.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free