- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
802

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

802

ferðir, sigl1nga.r og samgöngur.

hans. Hallur gekk djarflega fram og mælti Gregórius við hann
eptir orustuna: »Margir menn þykir mjer mjúkari í sóknum
en þjer Islendingar, því að þjer eruð óvanari en vjer
Nor-egsmenn, en engir þykja mjer vápndjarfari en þjer.í1)

Brandur prestur Sæmundarson var kosinn til
bisk-ups að Hólum 1163, og fór utan um sumarið og baföi með
sjer brjef Klængs biskups á fund Eysteins erkibiskups í
Nið-arósi; var hann vígður til biskups 8. september þá um
sumarið. Brandur var hinn fyrsti íslenski biskup, sem vígður
var í Niðarósi. Hann var síðan i Björgyn um veturinn og
fór til Islands sumarið eptir.2)

Jón Loptsson, Sæmundarsonar í Odda, var í Björgyn
veturinn 1163—1164. Magnús konungur Erlingsson og aðrir
frændur Jóns höfðu þá tekið við frændsemi hans. Af ferð
Jóns segir eigi annað, nema að hann kom út 1164, og mun
hann hafa farið utan sumarið áður. Seinna fór Jón aptur til
Noregs eða utan, því að um útkomu hans er getið 1171.8)

Arnaldur eða Arnhallur forvaldsson orti um
Valdimar konung Knútsson eptir þvi sem segir í Skáldatali,
og mun það vera sami maðurinn sem Saxi getur um með
Absalon biskupi 1167 og nefnir Arnoldus Thylensis. Hann
var forspár um margt, fróður um forna viðburði og kunni
mjög vel að segja sögur; fekk konungur hann til að skemta
sjer með sögum, og má nærri geta að hann hefur opt sagt
Absalon biskupi sögur og eigi síst Saxa sjálfum.4)

Þorlákur Þórhallsson fekk prestsvígslu, er hann var
17 eða 18 ára, af því að hann var mjög kostgæfinn og fátt var
um kennimenn. í’á er hann hafði sparað saman nægan
farar-eyri, fýstist hann utan og fór af Islandi; er ekki sagt af
ferðum hans uns hann kom í París. far var hann í skóla
»svo lengi sem hann þóttist þurfa til þess náms, sem hann
vildi þar nema«. Þaðan fór hann til Englands og var í
Lin-coln lengi að námi. Eptir sex ára burtveru fór hann aptur

>) Hkr. III, 3/400-401; Fms. VII, 254. 2) Hungr. Bps. I, 83;
Hkr. HI, 21/461; Fms. VII, 304; Guöm. s., Bps, I, 416; Sturl. I, 129—
130. í Guöm. s. er sagt að Brandur biskup kæmi út sama sumar sem
Ari ]?orgeirsson og Ingimundur bróðir hans fóru utan (1165), en það
er rangt. Ann. I, III, IV. s) Hkr. III, 21/461; Fms. VII, 304; Hungr.,
Bps. I, 83. Ann. IV 1164 og 1171. ") Sk.tal; Saxo, Mullers útg. bls.
812-813, Holders útg. bls. 594-595.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0814.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free