- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
803

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

friðar- og rit-öldin.

803

til Islands (um 1155—1161). Pá er Þykkvabæjarklaustur var
sett 1168, gerðist Þorlákur forstöðumaður þess, en sex árum
síðar var bann kjörinn biskup i staóinn fyrir Klæng biskup,
er tók vanheilsu mikla. Arið eptir (1175) fór Þorlákur í
Skál-holt og tók við staðnum, en menn vildu eigi að hann færi
ulan sökum ófriðar þess, er þá var milli Noregs og Islands;
dröst því utanferð hans til 1177. En er hann kom til Noregs,
vildi erkibiskup eigi vigja hann nema með samþykki
kon-ungs, og Erlingur jarl og Magnús konungur, sonur hans, tóku
þvi þunglega. Fvrir milligöngu erkibiskups og annara manna
samþyktu þeir þó um síðir, að Þorlákur tæki biskupsvigslu,
og gerðist þá vingunarsvipur á milli þeirra og skiptust þeir á
gjöfum. Eysteinn erkibiskup vigði síðan forlák biskup 2. júli
1178, og rjeðst hann nokkru síðar í skip, og ljet í haf til
Islands. Heimferðin gekk svo greitt að biskup kom 9. ágúst
í Skálholt. Á meðal gjafa þeirra, sem hann fekk af
erki-biskupi, er nefndur glergluggi einn, sem þótti ágætur.1)

Einar Helgason, stjúpsonur Sturlu i Hvammi og
syst-ursonur Þorvarðs Þorgeirssonar, fór utan litlu eptir 1171 og
var með Magnúsi konungi Erlingssyni vel metinn. Hann fjell
í orustunni á íluvöllum (27. mai 1180).2)

Þórir Þorsteinsson, prestur hinn auðgi í Deildartungu,
og Þorlaug kona hans Pálsdóttir, Sölvasonar í Reykholti,
gengu suður, af því að hún hafði í raunum sínum heitið
Rómaferð. Þau fóru til Noregs 1174 og komu af hafi norður
við Þrándheim og voru þar um veturinn. Annan vetur (1175—
1176) voru þau í Björgyn og þar ól Porlaug svein, er Björn
hjet. Sumarið eptir bjuggust þau til suðurferðar og seldu
sveininn til fósturs. Síðan fóru þau til Róms, og önduðust
bæði i þeirri ferð, ]?órir prestur í Lucca (í Toskana) 18.
mars 1177 á suðurleiðinni, en Porlaug liklega í Róm eigi
fyr en um Maríumessu 15. ágúst þá um sumarið. Fregnin
um andlát þeirra kom til Noregs árið eptir, áður en
for-lákur biskup fór til íslands. Björn sonur þeirra hjóna hafði
einnig andast hið sama sumar um 8. júlí (1177).3)

Jón 3?órhaIlsson prestur, breiðfirðskur að ætt, var í
suðurgöngu ,á ítaliu veturinn 1176—1177. Eptir páska (24.

’) forl. s., Bps. I, 92, 100-101, 267, 273-276; Sturl. I, 108; Ann.
III, IV. 2) Sturl. I, 86. 3) Sturl. I, 107—108; Ann. 17.

53*

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0815.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free