- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
805

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

friðar- og rit-öldin.

805

getið um son einn, sem Ásgrimur átti og var þá bóndi í
Haganesi i Fljótum.1)

Hallbjörn hali fór utan eins og segir í þætti Þorleifs
jarlsskálds og er það sami maðurinn sem sá, er nefndur er
með því nafni í Skáldatali og orti um Sverri konung
Sig-urðarson og Knút konung Eiríksson (1167—1195) i Svíþjóð.
Utanferð hans hefur verið einhvern tíma á árunum 1180—1195.2)
Þorvarður Asgrimsson hinn auðgi, bróðursonur
Guðmundar hins dýra á Bakka í Öxnadal, fór utan 1184 og
kom ’eigi aptur, því að hann andaðist í Noregi fyrri hluta
ársins 1186.3)

Erlendur Þorgeirsson fór utan með 3?orvarði
hin-um auðga 1184; um útkomu hans er eigi getið, en 1197
kemur hann við sögu og bjó hann þá að Myrká í Hörgárdal.4)
Porvaldur Gissurarson, Hallssonar, í Hruna, fór
ut-an á fund Eysteins erkibiskups. Hann hafði þá fyrir nokkru
fengið Jóru Klængsdóttur biskups og Yngveldar Þorgilsdóttur,
en kennimenn meinuðu þeim samvist, liklega sökum
skyld-leika. Erkibiskup leyfði þeim þá að vera saman tiu vetur
þaðan frá. Hvaða ár Þorvaldur fór utan og hve lengi hann
var í ferðinni, segir ekki. Jón rektor Þorkelsson hefur ætlað5)
að hann hafi farið utan 1186 og komið út 1187, en það ár
kom ekkert skip til Islands, svo að hann hefur eigi getað
komið út fyr en 1188, ef hann hefur farið utan 1186.
Þor-valdur var á Islandi veturinn 1185—1186, þá er Einar
Þor-gilsson fjell frá (15. desember 1185), og frain yfir alþingi
1186. Má hann þá vel hafa farið utan og komið út 1188; en
hitt er þó líklegra, að hann hafi farið ferð þessa 1184—1185,
og verið kominn heim er Einar Þorgilsson andaðist. Eptir
tiu ár áttu þau Þorvaidur og Jóra að skilja, hvort sem þeim
væri það þá blítt eða stritt, og þessu játaði hann. l?au
unn-ust mjög mikið og aldrei meira en þá er þau áttu að skilja.
Þó mun Þorvaldur hafa reynt að halda heit sitt við
erki-hiskup. En þessi sorg mun hafa dregið Jóru til dauða. Hún
andaðist 1196.6)

’) Sk.tal; Sturl. I, 163, 165, 210. -) Þorl. þ., ísl. forns. III, 131,
Jón Sigurðsson, SnE. III, 370-376; F. Jónsson, Litteraturhist. II,
76. 3) Sturl. I. 156, 147; Bps. I, 430; Ann. I, III, IV, V- ") Sturl.

I, 188. 5) Æfisaga Gissurar forvaldssonar, bls. 8. 6) Sturl. 1,
233, 248—250; Ann. I, IV (1196).

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0817.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free