- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
806

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

806

ferðir, sigl1nga.r og samgöngur.

»Kolbeinn Tumason var utan farinn« segir i
Sturl-ungu. Það virðist vera árið 1187 og mun hann því hafa
far-ið utan 1186 og komið út 1188.1)

Magnús Gissurarson, Hallssonar, »fór tvivegis til
Rípa af Islandi« sumarið 1188. Hann hefur farið með skipi,
sem lagt hefur i haf frá íslandi um vorið, og liklega hefur
farið beint til Danmerkur, til Rípa; að öðrum kosti hefði
verið miklu örðugra fyrir hann að fara báðar leiðir sama
sumarið; bendir það helst á að hann hafi farið með dönsku
skipi, en ferðar þessarar er einungis getið með fyrgreindum
orðum í annálum.2)

Maður nokkur, sem nefndur var Sigurður brennir,
reisti 1188 flokk á móti Sverri konungi austur i Vík og fór
með ránum. Hann þóttist vera sonur Inga konungs
Haralds-sonar. Sumarið eptir fóru bændur og nokkrir Iiðsmenn
kon-ungs að honum. En þá er flestir menn hans voru fallnir,
sagði hann þeim, að hann hjeti Hjeðinn Þorgrímsson og
væri íslenskur að allri ætt. Síðan feldu þeir hann eptir
hrausta vörn (1189).3) Um Hjeðinn er ekkert kunnugt nema
uppreist hans, og Sverris saga er ein til frásagna um þetta.

Blakkur skáld var hjá Sverri konungi um 1187—1191.
Eptir hann eru til nokkrar visur, en annars er ókunnugt um
hann.4)

Páll Jónsson, Loptssonar i Odda, fór utan þá er hann
var milli tvitugs og þrítugs og var fyrst með Haraldi jarli
Maddaðarsyni i Orkneyjum. Síðan fór hann til Englands og
var þar í skóla, og »nam þar svo mikið nám, að trautt voru
dæmi til, að nokkur maður hefði jafnmikið nám nurnið nje
þvílikt á jafnlangri stund«. Þá er hann kom til íslands, þótti
hann bera af öðrum mönnum »að kurteisi lærdóms síns«,
latneskri versagjörð og bóklegri kunnáttu, en einkum var
hann frábær söngmaður. Hann hefur verið tvö ár eða lengur
í ferð þessari (um 1180).6)

Sumarið 1194 var Páll Jónsson kosinn til biskups, þótt
hann væri þá að eins djákn að vigslu. Hann fór til Noregs
og var í Niðarósi fram á vetur. Eirikur erkibiskup var þá

’) Sturl. I, 160. 2) Ann. IV, (IX). 3) Fms. VIII, 266—267;
Eirsp. 115-116; Flat. II, 631-632. ’) Fms. VIII, 256, 257-258,

276-277; Eirsp. 111, 120, 121. 6) Páls s., Bps. I, 127.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0818.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free