- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
810

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

810 ferðir, sigl1nga.r og samgöngur.

(líklega um 1190) Eiríki Hákonarsyni úr Orkneyjum.
Hann var dótturson Sigurðar slembidjákns. Hefur hann
lík-lega komib til Islands og kynst Guðrúnu og giptst henni þar,
en hún síðan farið með honum til Orkneyja og sest þar að,
en ekkert vist er um þetta kunnugt.1)

Að lokum skal hjer nefndur Brandur hinn víðförli. I
vísu einni kveðst hann hafa komið að gröf 3?orvalds hins
við-förla á Rússlandi; bendir hún og auknefni hans á að hann
hafi farið viða. Annars er ekkert urn hann kunnugt. Eptir
visunni að dæma, hefur Guðbrandur Vigfússon ætlað að
hann hafi eigi lifað fyr en á ofanverðri 12. öld.2)

Fjórði þáttur. Ferðir Norðmanna og annara
útlendinga til íslands.

I. Norskir kaupmenn og- kaupskip.

Á friðar- og rit-öldinni segir svo fátt af norrænum
kaup-mönnum á Islandi, að í fyrstu kann svo að virðast sern
Norðmenn hafi átt heldur lítinn þátt i utanlandsverslun
Islendinga, en þá er betur er að gáð, er augljóst að því var
eigi svo farið. Pó er að eins getið um mjög fáa norska
kaupmenn nema á miðri 11. öld og á tveimur siðustu tugum
12. aldar.

Um 1038 eða nokkrum árum síðar voru á Norðurlandi
norrænir menn, sem áttu kaupskip í fjelagi við tvo
Islend-inga, en þeir seldu sinn helming 3?orgrími Hallasyni (sjá að
framan bls. 738—739).3)

Sumarið 1041 var kaupskip eitt i Hrútafirði, búið til
hafs. Það áttu tveir norrænir menn, Einar og Bjarni.
Ein-ar var naumdælskur. Bróðir hans, er hjet-Sigurður, var á
skipinu með honum. Þeir fóru til Noregs urn sumarið og

!) Guðm. s., Bps. I, 408; Sturl. I, 122. 2) Krist., Bps. I, 25-26;
fory. þ., Bps. I, 49. s) Fms. VI, 31.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0822.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free