- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
809

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

friðar- og rit-öldin.

809

lafsfiröi, kom út um 1195; hann hafði verið utan nokkra
vetur »og verið í víking»,1) mun orðið víking haft hjer í
sömu merkingu sem hernaður.

Björn Hallsson, böndi frá Fornastöðum í
Suður-3?ing-eyjarsýslu, var erlendis veturinn 1194—1195, og kom út um
sumarið (1195).2)

Sigurður Oddsson, er kallaður var grikkur, kom út
um 1196 eða iitlu fyrir 1198. Hann hafði verið í Miklagarði og
bafði þaðan sverð eitt ágætt, er Brynjubítur var kallað3.) Hvorki
hann nje Sighvatur mikli voru Væringjum eða víkingunum til
sóma. Þeir voru báðir grimmir menn og harðúðgir, og er
auðsætt að hernaðarstarfið hefur haft áhrif á þá. Einkum
fórst þó Sigurði illa við Hákon 3?órðarson i Laufási. Hann
tók við Sigurði fjelausum á heimili sitt, er hann kom frá
út-löndum, en Sigurður launaði það svo, að hann glapti konu
hans; er svo að sjá sem Hákon hafi gefið honum upp þá
sök. En þá er Þorgrimur alikarl Ijet taka Hákon af lífi 1198,
eptir það að hann hafði heitið honum griðum, vildi enginn
af mönnum hans vega að honum, fyr en Sigurður grikkur
bauðst til þess.

Kálfur Guttormsson, sem síðar varð nafnkunnur
bóndi á Grund i Eyjafirði, fór utan og kom út sumarið 1197,
að þvi er virðist: er getið um hann nokkru eptir þing þá
nm sumarið sem nýkominn út.4)

Sveinn 3?órólfsson fór af landi i brott, af því að
í^órður Snorrason hafði fengið mann til að vinna á honum,
sökum þess að hann lagði þokka á hálfsystur hans, en hún
var sammæðra 3?óru konu Sveins. Sveinn fekk áverka
mik-inn og græddi Hrafn Sveinbjarnarson hann; fór hann þá til
Noregs (1197 eða 1198) og gerði bú á Hálogalandi og kom
eigi síðan til íslands.5)

I lok aldarinnar eða um 1200 var íslenskur maður, 3? ó r ð u r
aö nafni, á skipi með Austmönnum, er komu af Orkneyjum
að því er sagan segir.6)

Guðný Þorvarðsdóttir, Þorgeirssonar frá Hvassafelli,
sem átti Þorgeir Brandsson biskups (f 1186), giptist siðar

’) Sturl. 1, 181. 2) Sturl. I, 177—178. ’) Sturl. J, 204,

°18- 4) Sturl. I, 198. 5) Hs., Sturl.2 H, 286; Bps. I. 652. 6) Jóns
s’> -Bps. I, 210—211.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0821.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free