- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
813

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

friðar- og rit-öldin.

813

mörstrút í vísunni; kvað hann konung hafa boðið það, en
það reyndist ósatt. Sökum þess kvað Þórarinn að tilmælum
Hákonar háðvisu um Árna. Hún var bitur, því að hann
kvað Árna varla hafa fengið kráku fæðu á Serklandi, er
hann var þar með Sigurði konungi, og borið hjálminn
hrædd-ur. Árni brá þá sverði og vildi höggva til Þórarins, en var
stöðvaður.*)

Sigurður slembidjákn hafðist við í kaupferðum um
hrið eptir það, að hann kom úr suðurgöngu sinni og
Jórsala-ferð. Hann kom þá eitt sumar til íslands, liklega 1135, og
var um veturinn með Þorgilsi Oddasyni á Staðarhóli i
Saur-þæ; segir sagan, að fáir menn vissu hver hann var.
Nokkr-ar sagnir eru af honum þar um veturinn. ÍPótti hann þvi
meira verður sem hann var lengur. Fleiri Austmenn eða
út-lendir menn voru þar um veturinn ásamt Sigurði; voru það
eflaust nokkrir skipverjar hans. Sumarið eptir fóru þeir til
Noregs; segir sagan að Sigurður segði áður Porgilsi
Odda-syni, að hann væri sonur Magnúss konungs berfætts. Hann
sótti síðan á fund Haralds gilla og bað hann taka við
frænd-semi sinni. Vist Sigurðar á íslandi hefur eflaust átt nokkurn
þátt i því, að tiltölulega margir íslendingar voru með honum
i baráttu hans í Noregi.2)

Þau tvö kaupskip, sem fluttu út kirkjuvið i
Skálholts-kirkju fyrir Klæng biskup 1152, munu hafa verið norsk, þótt
þess sje ei getið. Annað þeirra hefur hann að líkindum
feng-ið á meðan hann var í Noregi, en annað er liklegt að hafl
verið skip það, sem hann tók sjer far á.8)

Jón hirðmaður Inga konungs Haraldssonar kom á
kaup-skipi, er hann átti fyrir að ráða, til Islands um 1157. Hann
mun hafa tekið land í Eyjafirði, því að þar getur hans árió
ePtir; var hann þá í brottbúningi og sigldi til Björgynjar um
sumarið (sbr. bls. 751).4)

Ámundi Konráðsson kom út i Eyjafjörð með Ara
Porgeirssyni 1163 og átti með honum hálft skipið, sem þeir

Sturl. I, 15-17; Msk. 188-189; Hkr. III, 508-509; Fms.
JG, 153—154. P. Riant, Skandinayernes Korstog, bls. 246, telur Árna
’Jöruskeif íslending, en það er skakt, eins og aðferð hans við
Pór-arinn 0g frásaga þessi bendir á. 2) Msk. 204-205; Hkr. III,
516-°17; Fms. YH, 218-220, sbr. Munch, Hist III, 773 o. ef. 3) Hungr.,
BPS- I, 81. i) Gruðm. s., Bps. I, 408; Sturl. I, 121.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0825.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free