- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
817

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

friðar- og rit-öldin.

817

metiti fóru tvívegis, og margt gat viðborið, sem seinka mátti
burtför þeirra. feir brutu skip sitt við Hornstrendur, en
björguðust allir í land og segir ekki af þeim siðan.1) En eins
og gefur að skilja, hafa þeir dvalið á íslandi um veturinn
og eigi komist þaðan fvr en sumarið eptir.

Veturinn 1184—1185 stóðu uppi þrjú skip í Eyjafirði og
munu Austmenn hafa átt þau öll, svo framarlega sem
Ög-fflundur rafakollur, er átti eitt þeirra, hefur verið
norsk-ur, en það er óvíst. Stýrimenn á hinum skipunum tveimur
eru eigi nafngreindir, en af öðru þeirra eru nefndir þrir
Austmenn, Grimur rauður, Erlingur og Hrafn. Þeir voru
allir i veturvist hjá Teiti Guðmundarsyni á Helgastöðum. Með
þessum þremur skipum fóru utan margir íslendingar.2)

Arið 1188 ætlaði kaupskip eitt norskt, sem hjet
Stangar-foli, til íslands, en varð apturreka. Um haustið varð það á
leið Kuflunga norðan úr Niðarósi og suður tii Björgynjar.
Þeir fóru óspaklega og ræntu byrðinga, hvar sem þeir fundu.
Þeir tóku Stangarfolann og ræntu öllu því fje, er á var.
Stangar-folinn var »Islandsfar«, skip, sem sigldi til íslands ár eptir ár.
Sumarið eptir bjóst það i Björgyn til íslands og tóku þá
marg-ir Islendingar sjer far með því. Það ljet þá í haf, en týndist
í óbygðum á Grænlandi sem fyr er sagt (1189).3)

Sama árið sem Stangarfolinn fórst, kom Ásmundur
kastanrazi af Grænlandi til íslands og var þar um
vetur-inn. Um vorið bjóst hann ti’i Noregs og tók Hafliði
Snorra-son og margir aðrir Islendingar sjer far með honum, en
skipið týndist og allir er á voru (1190). Líklega hefur
Ás-wiundur verið norskur, en Finnur Magnússon hefur ætlað að
hann hafi verið Grænlendingur, liklega af því að hann kom
af Grænlandi.4)

Árið 1199 var að minsta kosti eitt kaupskip í Eyjafirði,
sem Austmenn áttu; er getið um marga »Austmenn« við
skip og eru þeir í sömu andránni nefndir kaupmenn. 3?eir
yoru á íslandi um veturinn. Guðmundur dýri tók einn þeirra

v) Guðm. s., Bps. I, 420—424; Sturl. I, 135—141, sbr. að framan
bls. 752-53. 2) Sturl. I, 146-147, 155-156; Guðm. s., Bps. I,
429-430, sbr. að framan bls. 764—765. 3) Fms. VIII, 263; Eirsp. 114;

Guðm. s„ Bps. I, 435; Sturl. I, 152-153; Ann. I, LV, V, sbr. að fr. bls. 754.

*) Guðm. s„ Bps. I, 435, 436; Sturl. 1, 51, 153, 154: Ann. I, III, IV, V;
Grönl. hist. Mindesm. I, 137; sbr. að fr. bls. 766.

52

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0829.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free