- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
816

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

816

ferðir, sigl1nga.r og samgöngur.

þótt hann væri kallaður Brennu-Páll.1) Ýmsir aðrir hafa lent
í þessum málum, ekki sist íslendingar, sem hafa borið hærra
hlut á íslandi. En frjettir þær, sem borist hafa til Noregs af
vígum og fjártjóni Norðmanna á íslandi, hafa vakið þar
megna gremju, og Islendingar hafa óttast hefndir og
fjárupp-tekt, ef þeir kæmu þangað. Samgöngur milli Islands og
Noregs hafa þó eigi stöðvast alveg þessi ár, nema ef til vill
árið 1176. Árið 1172 fór utan skip úr Eyjafirði2) og á næstu
árum er getið manna, sem fóru á milli landa.3) Árið 1175
kom út Hreiðar sendimaður,4) en ekkert segir nánar af
ferð hans. Eptir annálum að dæma er þetta sami maðurinn,
sem kunnur er af Sverris sögu og kemur allmikið við
Nor-egs sögu um 1195—1210, og ætlar Munch að svo geti verið.5)
Hreiðar sendimaður andaðist 12146) og hefur hann þvi verið
ungur að aldri, er hann kom til íslands 1175. Útkoma hans
hef-ur vakið eptirtekt á Islandi, þar sem hennar er getið i annálum;
er þvi eigi óliklegt að hann hafi verið sendur til landsins af
Erlingi jarli og Magnúsi konungi til þess að semja um bætur
fyrir fjárupptektir og vig þau, sem orðið höfðu á milli
Norð-manna og Islendinga. I einu ungu annálahandriti er þvi bætt
við um útkomu Hreiðars, að hann hafi verið sendur af
Sverri konungi til að flytja, »hvort Islendingar vildu til játast
undir hann«,7) en þetta er auðsjáanlega tilgáta, sem ekki er
á neinum rökum bygð. En einu eða tveimur árum eptir
út-komu Hreiðars munu sættir hafa komist á milli Norðmanna
og Islendinga.

Hallsteinn kúlubakur og Hávarður voru stýrimenn
á kaupskipi, sem var að Gásum 1180 og lagði af stað þá um
haustið, 28. september. I’eir munu báðir hafa verið
Norð-menn, eins og fyrirsögnin yfir 8. kapitula í Guðmundar sögu
bendir á, og meginhluti skipshafnarinnar var norskur.
Lik-lega hafa þeir komið út árið áður, en þó má vera að þeir
hafi komið út snemma sumars 1180, og það hafi valdið því,
hve seint þeir lögðu af stað; venjulega er þess þó getið, ef

») Guöm. s., Bps. I, 418, 419; Sturl. I, 133, 134; Ann. I, III, IV.
VII, VIII, árin 1172 og 1175; Flat. III, 517. 2) Sturl. I, 94 3) Sturl.

I, 94, 108, sbr. einnig brjefaviöskipti erkibiskups á jpessum árum viö
Klæng biskup. 4) Ann. I, IH, IV, VII, IX. 6) Munoh, Hist. IV,
292. 6) Ann. IV, V, IX. 7) Isl. Annaler udg. ved G. Storm,
for-málinn bls. LIII.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0828.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free