- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
834

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

834

ferðir, sigl1nga.r og samgöngur.

vissu eigi hvar þeir voru. Eptir tvær vikur hjetu þeir á Jón
biskup; ljetti þá skjótt upp þokunni og tóku þeir land að
Gásum.1)

Pótt sagt sje af ferðum þessum í helgisögum, hafa þær
þó átt sjer stað eins fyrir því.

Þá er og í annálunum getið um allmörg skiptjón eptir
1140, en venjulega er ekkert nánar af þeim sagt.

1141 fórst skip Hallsteins herkju.2)

1142 hvarf skip Snæbjarnar.8)

1145 hvarf skip Ljóts.4)

Rjett eptir 1161 braufc skip við Horn á Hornströndum,
og komu skipbrotsmenn fjelausir i Hvamm i Dölum, til Sturlu
Þórðarsonar, og báðu hann ásjá. Hann tók við þeim um
vet-urinn. Einn þeirra hjet Gjafvaldur, og er hann
nafngreind-ur, af þvi að Sturla notaði hann sem flugumann.5)

Sumarið 1183 er kallað ófara sumar, þvi aö þá týndist
fjöldi manna og hafskipa, en heimildarritunum ber eigi
sam-an um, hve margir hafi farist. I Guðmundar sögu biskups er
sagt, að þá stýndust V. C. manna af hafskipum«. Hið sama
segir i Skálholtsannál (»d manna«), og mun hjer átt við
tólfræð hundruö, eins og venjulegt var á þeim tíma, ef
ann-ars er eigi getið. í Sturlunga sögu segir, að »þetta sumar
týndust fimm hafskip og var kallað ófarasumar«. Hið sama
segir i einu handriti af Guðmundar sögu Arasonar, AM. 657
c, 4 to, frá miðri 14. öld, og er þaö miklu minna en fimm
eða sex hundruð manna. I Konungs annál er að eins
get-ið um eitt skiptjón þetta ár: »hvarf skip Eilífs úr Kúðafljóts
ósi.«6)

Á allra heilagra messu, 1. nóvbr. 1185 týndist skip
Ein-ars káta og »margt annað góðra manna með honum«. Hafa
að likindum einhverjir Islendingar verið með Einari, en
sjálf-ur mun hann hafa verið norskur; þó er ekkert um það sagt.
I Konungsannál segir »týndist skip Einars káta og 18 menn«;
virðist svo sem annálsritarinn hafi ætlað, að 18 menn hafi
farist á þvi. I Guðmundar sögu biskups (og Sturlungu) segú’
og, að 18 menn hafi farist i skriðu (snæskriðu) austur i

’) Bps. I, 211. Um nafnið Bótólfur sbr. E. H. Lind, Norsk-is-

Mndska dopnamn. 2) Ann. III, IV. 9) Ann. IV. 4) Ann. IV.

6) Stnrl. I, 73. 6) Guðm. s., Bps. I, 427; Ann. V; Sturl. I, 144;

Ann. IV.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0846.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free