- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
835

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

friðar- og rit-öldin.

835

Geitdal, og mun annálsritarinn hafa tekið þaðan töluna og
blandað saman málum. enda getur hann líka um skriðuna í
Geitdal.1)

Þetta ár fórst einnig Grænlandsfar,2) og er líklegt að
það hafi komið við á Islandi eða einhverjir íslendingar verið
á þvi, úr þvi að þess er getið i islenskum annálum.

1199 var »skiptjón Jóna tveggja«.3) fetta er óákveðið,
en getur þýtt að skip eitt, sem Jónar tveir áttu, hafi farist,
eða að tveir menn, sem báðir hjetu Jón, hafi týnst með sitt
skipið hvor, og er það liklegra.

Við næsta ár (1200) segir i Höyers annál »fórst skip
Jóns Porkels*. Hjer vantar liklega »sonar« aptanaf nafninu.
Má vera að þessi Jón Þorkelsson sje annar þeirra Jóna, sem
nefndir eru árið áður í Konungs annál.

Þessi skiptjón bera vitni um siglingar milli Islands og
annara landa, en frásagnirnar af þeim eru svo stuttorðar, að
eigi er hægt að sjá, hvaðan skip þessi voru, hvort þau hafa
verið norsk eða íslensk, eba frá Grænlandi, Hjaltlandi eða
Orkneyjum eða jafnvel frá öðrum nágrannalöndum. Flest
þeirra munu þó eflaust hafa verið norsk. Mannsnafnið
Gjaf-valdur kemur við og við fyrir í Noregi, en á íslandi er þess
eigi getið nema á skipbrotsmanni þessum og Norðmanni
þeim, sem Gils Illugason vá.4)

Það er augljóst, að i hvert sinn, sem þess er getið, að
einhver Islendingur eða maður færi utan, sigldi af Islandi
skip til annara landa, og að skip kom út, þá er einhver
maður kom til landsins.

Hjer að framan hefur verið getið um 111 íslendinga,
sem fóru utan eða dvöldu í útlöndum á þessu tímabili og
ókunnugt er um, á hvaða skipum þeir fóru. Einnig er
ókunn-ugt um, með hvaða skipum margir þeirra manna fóru, sem
voru gerðir utan eða flýðu landið. Jafnvel um sum af þeim
skipum, sem íslendingar fengu far á eða voru hásetar á (sbr.
að fr. bls. 761 og 762), vita menn nú ekkert. En alt þetta
synir að á þeim tima, sem hjer ræðir um, hafa skipakomur

*) Guöm. s., Bps. I, 429; Sturl. I, 146; Ann. I, III, IV, V. 2) Sömu
tilvitnanir. 3) Ann. IV. 4) Sbr. E. H. Lind, Norsk-islandska
dopnamn. í ógáti telur Lind Gjafvald, sem Gisl vá, íslenskan, en haim
var norskur.

53*

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0847.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free