- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
846

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

846

ferðir, sigl1nga.r og samgöngur.

ið skipseigandi, er hann kom út 1220, ef marka má orð
sög-unnar, og hann er hinn eini af höfðingjum
Sturlungaaldar-innar, er fekk kaupskip að gjöf. Annað segir ekki af
kaup-skipaeign þeirra; enginn þeirra keypti eða ljet gera
kaup-skip, svo getið sje. Pó er einstaka sinnum komist svo að
orði, að jafnvel mætti ætla, að um skipseiganda væri að ræða.
Um Lopt Pálsson er t. a. m. sagt, þá er hann fór utan 1221,
að hann »færi með Arnóri Tumasynu1), rjett eins og Arnór
hefði átt skip það, sem hann fór á utan; en orð þessi eru
tvíræð; fara með þyðir líka að fylgjast með, verða samferða.
Arnór hafði við sættina rjett áður verið einna harðastur í
tillögum við Lopt, og þvi mun það tekið fram, að Loptur fór
með honum; mun Arnór hafa átt að gæta þess að hann færi
utan. Hins vegar er það ekki liklegt, að Arnór hafi átt skip,
þvi að tveimur árum áður hafði hann tekið sjer far með
skipi i Hvítá. Um útkomu Kolbeins unga Arnórssonar á
Eyrum 15. ágúst 1236 er og sagt, »sigldi þar af hafi knörr
einn lítill, ok var þar á Kolbeinn ungi ok þeir félagar«, rjett
eins og Kolbeinn hefði verið skipstjórinn á knerrinum; en
það er eigi svo að skilja, heldur stendur þetta í sambandi
við það, að Órækja mágur hans var fyrir á Eyrum og að
fagnafundur varð þá með þeim mágum.2)

Pótt ekkert vist segi af íslenskum kaupmönnum á
Sturl-ungaöldinni og skipseigendum, sem fóru kaupferðir til útíanda,
er þó eigi ómögulegt, að einhverjir Islendingar hafi átt
kaup-skip eða hlut í kaupskipi á þessum tíma. í>á er það er athugað,
hve mikinn skipastól Islendingar áttu lengi framan af og hve
miklir siglingamenn þeir voru, virðist það enda óliklegt, að
enginn þeirra hafi átt kaupskip á allri Sturlungaöldinni. Hins
vegar má telja vist, að margir hafi þeir ekki verið. En til er
brjef eitt frá Heinreki 3. Englakonungi, dagsett 23. ágúst 1224.
sem nefnir kaupskip frá Islandi. I þvi skipar konungur
valds-manninum yfir höfninni í Yarmouth á Englandi, að láta laus
kaupför frá Skotlandi, Noregi, Islandi, Fríslandi, Köln, Danmörku
og Austursjávarlöndum, og sömuleiðis fiskiskip.3) Þetta sýnir
ann-aðhvort að skip frá Islandi hefur þá verið í Járnamóðu, eða að
íslandsför hafa komið þangað á undanfarandi árum, svo opt,
að konungi hefur þótt ástæða til að taka ísland undan. Að

Sturl. I, 360. 2) Sturl. I, 486. s) Dipl. I, 481-82.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0858.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free