- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
852

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

852

ferðir, sigl1nga.r og samgöngur.

Eptir fall Bjarnar forvaldssonar (17. júni 1221) gerði
Þorvaldur Gissurarson Lopt Pálsson, Harald
Sæmund-arson, Guðlaug Eyjólfsson af Þingvelli og Ingibjörn
bróður hans utan. Peir fóru til Noregs þá um sumarið (1221)
og fór Loptur með Arnóri Tumasyni, er mun hafa átt að
gæta þess að hann færi utan. Þeir Loptur og Haraldur fóru
til Hákonar konungs, er sat þá i Björgyn. Guðlaugur fór úr
Noregi og ætlaði til Róms, en andaðist á suðurvegum.
Lopt-ur Pálsson átti að vera þrjá vetur utan, en hann kom út á
Eyrum 1223, vetri fyr en mælt var. Hann varð þá
hjeraðs-sekur á Suðurlandi fyrir austan ár, og var því í Stafholti
um velurinn á vegum Snorra Sturlusonar. Haraldur
Sæ-mundarson kom einnig út þetta ár, líklega um leið og
Loptur.1)

Árið 1222 handtóku þeir Sighvatur Sturluson og Sturla
son hans Guðmund biskup og ljetu hann fara utan. Sama
árið stefndi Guttormur erkibiskup höfðingjum af Islandi á
sinn fund, og leiddi það af ófriðnum; en eigi er þess getið
að neinn höfðingjanna færi utan í það sinn, og eigi heldur
hverjir þeir voru, sem utan var stefnt, en eðlilega hafa þeii’
feðgar Sighvatur og Sturla verið þar efstir á blaði. Árið
eptir sendi Magnús biskup Gissurarson presta tvo, J ó n
Arn-þórsson og Arnór Bjarnarson, utan með brjef til
erki-biskups. Af því að erkibiskup dó 6. febrúar 1224, svöruðu
kórsbræður brjefi Magnúss biskups og kom Arnór prestur
einn út með brjef þeirra 1224, en Jón prestur hafði andast
i Noregi um veturinn.2)

Á meðan Guðmundur biskup var í Noregi, sendi hann
Ketil prest með brjef á fund páfa, og gekk hann á 33
dög-um sunnan frá Róm norður til Rauðstokks nyrðst á
Þýska-landi. Af páfa fekk Guðmundur biskup það svar, að hann
mætti víkja úr biskupsembætti, ef hann vildi. Eptir fjögra
vetra dvöl i Noregi hjelt Guðmundur biskup til íslands og
kom út 1226 á skipi, er tók land á Borðeyri. Á sama skipi
kom til landsins Björn munkur, sem kallaður var Rita-

’) Sturl. I, 350-51, 371, sbr. 379; Guðm. s., Bps. 1,545; Ann. I.

III, IV, V. ») Sturl. I, 359; Guðm. s., Bps. I, 534, 545; 630 (Arons
s.=) Sturl.* II, 339; Fms. IX, 317, 342. Ann.’IV, V árin 1222-1224,
sbr. III, árið 1225.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0864.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free