- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
853

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

sturlungaöldin.

853.

Björn,1) með brjef Pjeturs erkibiskups. Guðmundur biskup
hafði borið sakir á Magnús biskup, og var embættið tekið af
honum og honum stefnt utan. Einnig stefndi erkibiskup útan
Þorvaldi Gissurarsyni, bróður biskups, Sighvati Sturlusyni og
Sturlu Sighvatssyni.2)

Eptir Grimseyjarför gerðu þeir feðgar Sighvatur og Sturla
Aron Hjörleifsson sekan skógarmann (1222). Hann fór
siðan huldu höfði. Vorið 1225 fór hann suður um land og
sótti heim Harald Sæmundarson og bræður hans Vilhjálm og
Philippus. Þeir komu Aroni i skip til Noregs. Þar hitti hann
í Niðarósi Guðmund biskup og Hjörleif föður sinn, og fekk
hirðvist hjá Skúla jarli. Aron hafði í nauðum sínum heitið
Jórsalaferð, en er Skúli jarl vildi eigi gefa honum orlof frá
sjer, fór hann i óleyfi (1227), og fekk hann sjer íslenskan
fylgdarmann, er Eyjólfur hjet. Peir komu til Jórsala og
könnuðu þá staði, sem þeir vildu, og komu aptur til Noregs.
Hittu þeir Hákon konung i Vikinni, og gjörði hann Aron
nokkru siðar hirðmann sinn. Konungur fekk honum gott
kvonfang og var hann síðan lengstum með konungi til
dauöa-dags (liklega 1256)3).

Þórir hinn þrænski erkibiskup (1227—1230) stefndi 1228
utan Magnúsi biskupi, Sighvati Sturlusyni og Sturlu syni
hans. Magnús biskup fór utan árið eptir og mun hafa verið
í Björgyn um veturinn (1229—1230); þaðan fór hann
sumar-ið eptir til Þrándheims. Af því að erkibiskup andaðist um
þáð leyti, gerðu kórsbræður um mál Magnúss biskups. Þeir
stefndu Guðmundi biskupi utan, og var hann þá um sjötugt;
en er hann kom eigi til Noregs, tók hinn nýi erkibiskup
Sig-urður embætti af Guðmundi biskupi, og kom Magnús biskup
með það brjef til Tslands 1232. Hann kom þá út á Gásum.4)
Ari Oddvakursson, Sigurður Ólafsson og
Guð-niundur Árnason drápu Jón prest Þorleifsson krók
(1229), og fóru þeir utan sumarið eptir (1230).5)

Um hann, sjá Tímarit Bókmfjel. 1899, bls. 136-37. 2) Guöm.

s- Arngr., Bps. II, 121—27; Sturl. I, 382; Guðm. s„ Bps. I, 546, 589,

590; II, 131; Ann. I, III, IV, V. Ketill prestur mun vera sami maður
sem Ketill prestur Oddsson, er nefndur er með Guðmundi biskupi
1232, Bps. I. 550. 3) Sturl. I, 379; Guðm. s„ Bps. I, 540, 544; As„
Sturl2 II, 330, 339-41. ") Sturl. I, 412, 415, 460; Guðm. s„ Bps. I,
548, 550-51; Ann. I, III, IV, V. s) Sturl. I, 417, 419.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0865.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free