- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
862

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

862

ferðir, sigl1nga.r og samgöngur.

hans og konungur var honum mjög vinveittur. Jón murtur
og Árni komu út í Hvítá 1224.1)

Arnór Tumason fór utan 1221 eins og fyr er sagt, og
með honum Ásdís Sigmundardóttir, kona hans, og
hörn hans tvö, Kolbeinn, er var 12 eða 13 vetra, og
Arn-björg, sex vetra. Arnór andaöist að jólum veturinn eptir,
en ekkja hans og börn komu út í Hvítá þremur árum siðar
(1224).2)

Á þessu sama skipi kom út í Hvítá Játgeir skáld
og Kygri-Björn, sem fyr er nefndur, og margir aðrir
is-lenskir menn. Játgeir skáld Torfason orti um Inga konung
Bárðarson (f 1217), og hefur þvi farið utan á meðan hann
var konungur eða eigi siðar en sumarið 1216. Hans getur
annars fyrst 1222 og var hann þá með Skúla jarli. Hve lengi
Játgeir var eptir 1224 á Islandi, segir ekki. I’á er hans
get-ur aptur 1236, er hann i Noregi, gislaöur Hákoni konungi af hendi
Skúla jarls ásamt Ásólfi jarlsfrænda. Sýnir það, hve
mikils-verður maður Játgeir hefur verið. Hann var trúnaðarmaður
Skúla hertoga og sendi hann Játgeir til Sviþjóðar með brjef
og gjafir til ýmsra manna. En Hákon konungur spurði það,
og gerði menn á eptir honum. Komst Játgeir með
naumind-um undan, en ljet farangur sinn allan og flýði til Danmerkur.
Þar var hann drepinn i Kaupmannahöfn af Bjarna
Móíses-syni, manni Hákonar konungs, 1240.3)

Af þessari utanferð Kygri-Bjarnar segir ekki, en liklega
hefur hún staðið i einhverju sambandi við kirkjuleg málefni,
eða að hann hefur verið erlendis að leita sjer mentunai’.
Siðar var hann kosinn biskup, eins og þegar er getið.

Við máldagagerð um ostatoll til Viðeyjarklausturs um
1226 var einn voltur, sem hjet Jórsala-Björn. Bendir
auknefni það á, að Björn sá hafi farið til Jórsala, og hefur
það að likindum verið einhvern tíma á fyrsta fjórðungi
13. aldar.4)

Andreas Þorsteinsson, bróðurson Sæmundar i Odda,
var i bardaganum á Breiðabólsstað 17. júni 1221, og mun

’) SturJ. I, 340, 350, 373; Fms. IX, 296; Fris 420; Eirsp. 275;
Flat. III, 38. 2) Sturl. I, 351, 373, 382; Guðm. s„ Bps. I, 545; Ann.

IV, V. 3) Sturl. I, 373; Fms. IX, 321-22, 447, 473, 487 -88, X, 2;
Eirsp. 286, 347, 362, 369, 397; Frís. 432, 488, 505, 524; Flat. III,
51-116, 122, 130, 137, 163; Skt. 4) Dipl. I, 496.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0874.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free