- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
863

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

sturlungaöldin.

863.

hafa verið gerður utan eins og frændur hans, þótt þess sje
eigi getið. Hans getur i Noregi 1224, og hafði hann verið
með Guðmundi biskupi Arasyni. Skúli jarl Ijet þá taka hann
og hengja, af þvi að hann sagði eigi tii Sigurðar ribbungs,
en jarl hugði hann vita hvar hann leyndist.1)

Hjörleifur Gilsson fór til Noregs liklega sumarið
1225, því að þar er hans getið haustið 1225 i Þrándheimi,
en haustið 1224 og fram á vetur var hann á íslandi, að því
er virðist. Sumarið eptir fór hann til Islands, »og var sú
ferð með mörgum háska og fáheyrðum atburðum». Skipið
braut við ísland og Ijet hann þar líf sitt og margir aðrir
vaskir menn.2)

Eyjólfur nokkur, islenskur maður, var i Noregi 1227.
Hann fór með Aroni Hjörleifssyni til Jórsala sem fyr segir.3)
Gissur Þorvaldsson fór utan á Eyrum 1229. Segir
ekki af ferð hans fyr en veturinn 1230—1231. Þá var hann
i Björgyn, og hafði herbergi i biskupsgarði með mági sinum
Jöni Snorrasyni murt; sváfu i herbergi hjá þeim
þjónustu-menn þeirra, Símon knútur og Valgarður Guðmundarson.
Gissur var þá orðinn skutilsveinn konungs og eflaust
hirð-maður. Um 13. janúar 1231 vildi það til í ölæði, að Jón
murtur fekk sár eigi mikið i höfuðið, og beið hann bana af
þvi viku síðar, enda gætti hann sín ekki. Gissur fór til
ís-lands sumarið eptir og þjónustumenn þeirra Jóns. Peir komu
út á Eyrum (1231).4)

Sá maður, sem særði Jón murt, var íslenskur, Ólafur
svartaskáld, sonur Lepps prests. Hann var fjelaus og
var kominn á kost Jóns, liklega snemma veturs 1230. Hve
nær Ólafur kom til Noregs segir ekki, og eigi heldur hvað
af honum varð eptir áverkann við Jón. Ólafur orti kvæði
um Hákon konung.5)

Hjalti Magnússon biskups fór utan, þvi að um
út-komu hans er getið 1231; er liklegt að hann hafi farið með
föður sinum 1229.6)

Brandur Jónsson, síðar ábóti og biskup, hefur einn-

Fms. IX, 342; Eirsp. 297; Fris. 441-42; Flat. III, 62; sbr.

Sturl. I, 343, 346, 349. 2) As., Sturl.2 II, 339-40, Bps. I, 630-31;

Sturl. I, 378; Anu. I (1227). 3) As., Sturl.2 II, 340. 4) Sturl. I,

412, 422-23, 426; Guðm. s., Bps. I, 548, 551, 553; Ann. III, IV, V.

6) Sturl. I, 422-23; Skt. 6) Guðin. s„ Bps. I, 551.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0875.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free