- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
864

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

864

ferðir, sigl1nga.r og samgöngur.

ig farið utan um það leyti, þvi um útkomu hans er gelið
1231.1)

Guðinundur hviti Árnason mun hafa komi& út
sumarið 1234. Hann var það haust flettur klæðum í Haukadal
af Maga-Birni »og öllu öðru þvi, er hann hafði út haft«.3)

Pörarinn, íslenskur maður og frændi Arons
Hjörleifs-sonar, var i Noregi 1234 og tók þátt í hestaati í Björgyn.3)

Kolbeinn ungi Arnórsson fór utan 1235 og með
hon-um ÞórólfurBjarnason, I’órðurþumli og Sigurður
Eldjárnsson. Allir þessir menn höfðu verið með Kolbeini
að vígi Kálfs Guttormssonar og Guttorms sonar hans i Miklabæ
21. febr. 1234, og er líklegt að þeir hafi farið utan til þess að
fá lausn fyrir það, þvi að þeir rjeðu allir til Rómaferðar um
veturinn, og riðu suður og sunnan. Kolbeinn fann Hákon
konung i Björgyn, og tók hann Kolbeini vel, en ekki gerðist
hann handgenginn, enda var hann skamma hríð í Noregi og
kom út árið eplir (1236) á Eyrum, og fjelagar hans.4)

Þórarinn Jónsson, höfðingi á Austurlandi, hálfbróðir
Orms Svinfellings og Brands biskups, fór utan 1237. Hann
andaðist 1239, liklega í Noregi.5)

Bárður Hjörleifsson, bróðir Arons, var í Noregi
1238 og 1239, og ef til vill lengur.6)

Jón Sturluson, Sighvatssonar, fór utan 1239, árið
eptir fall föður síns, og með honum Þórarinn Sveinsson.
Sumarið eptir fór móðir hans Solveig Sæmundardóttir
og dætur hennar báðar til Noregs. Af ferð hennar segir
ekkert nje sonar hennar, nema að þau komu út 1242, eins
og fyr er sagt; en það má nærri geta að fall manns hennar
hefur valdið utanferð hennar, og að liklegt er, að hún hafi
ætlað að leita liðs hjá konungi eða einhverrar uppreistar.7)

Snemma á árinu 1240 er nefndur íslenskur prestur
með mönnum Skúla hertoga.8)

Jórsala-Bjarni, mágur Skeggja ú.r Alviðru, var einn
af þeim mönnum, sem komu af Vestfjörðum 1242, til að leita
vináttu við Kolbein Arnórsson. Auknefni hans þendir á, að

*) S. st.; Ann. IV (rangt talin 1232). ») Sturl I, 472. 3) As.,
Sturl.8 II, 342-43. *) Sturl. I, 476, 486, 538; Ann. I, III, IV, V.

") Ann. IV, V. °) As., Sturl.2 II, 343-44, ’) Sturl. I, 543.

a) Birsp. 361; í Flat- III, 129 er sagt «íslenskur maðurs, en ekki
prestur.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0876.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free