- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
884

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

884

ferðir, sigl1nga.r og samgöngur.

1210 skiptjón Sveinbjarnar.1)

1213 týndist skip Ólafs skirfils.2)

1223 týndist skip Auðbjarnar og voru á 63 menn; eigi
var hann á.3)

1227 skiptjón Jóns fagra, segir i Resensannáll og
Skál-holtsannál, en í Konungsannál og hinum yngri annálum
seg-ir, að þá væri skiptjón Jóns Pjeturssonar. Hann fór af
Eyr-um.4) Jón Pjetursson hefur liklega verið kallaður hinn fagri,
og mun þetta því vera einn maður.

1232 braut fjögur skip og ljetust 53 menn. Skiptjón
þessi urðu fyrir sunnan land.5)

1234 skipabrot.6)

1248 skipbrot fyrir Krisuvik; Ijetust 8 menn.7)

1252 skipbrot fyrir Eyrum; ljetust 6 menn.8)

1256 braut þrjú skip á Eyrum.9)

Alls verða þetta um 20 skipbrot, og er það eigi litið á
eigi lengri tima, auk þeirra skipbrota, sem áður eru talin og
nánar er kunnugt um. Að vísu er þaö alls eigi víst, að öll
þessi skip hafi verið kaupskip. Skipbrotunum 1234 mun flóð
hafa valdið, þvi um það er sagt: »Flóð hið mikla og
skipa-brot.« Pá hafa farist mörg skip, og má vera að það hafi
verið fiskiskip (sexæringar, áttæringar og teinæringar), en
ekki kaupskip, eða nokkur skip af hvorutveggju. Flóð þetta
mun hafa verið stormflóð, eins og venjulegt er, og er þá
hætt bæði skipum, sem standa á landi, í eða nærri
flæðar-máli, og þeim, sem liggja fyrir akkerum eða eru strengd
við land; en þetta alt átti sjer stað um kaupskip í fornöld.

Skipbrot þessi bera vitni um tvent, bæði töluverðar
siglingar til landsins og hve hættulegur atvinnuvegur
sigl-ingarnar voru. Mestar líkur eru til, að kaupskip þessi hafi
flest verið norsk, en þó er eigi loku skotið fyrir það, að
einhver þeirra kunni að hafa verið íslensk. í þessu
sam-bandi má minna á það, að Ketill stami kom aptur til íslands
af Grænlandi, og að Islendingar höfðu kenningarnafnið hinn

») Anu. IV, V. 2) Ann. IV, V; Guðm. s„ Bps. I, 506.

s) Guðm. s„ Bps. I, 545; Ann. 1, III, IV, V. *) Guðm. s..

Bps. I, 548; Ann. I, V, IV, VIII, IX, X. 6) Guðm. s„ Bps. I, 551,
Ann. I, III, IV, V. 6) Ann. IV. ’) Ann. IV, V. 3) Ann;

III. 9) Ann. III.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0896.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free