- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
885

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

sturlungaöldin.

885.

ríki venjulega um »tigna menn« eða »tignar konur«, er um
útlendinga var að ræða; á Islandi voru engir tignir menn,
og þar var mikilsmegandi mönnum einstaka sinnum gefið
þetta nafn (Guðmundur riki, frú Ingigerður rika). Dm Jon
rika er annars ekkert kunnugt, og það er eigi hægt að segja
með vissu hvaðan hann var.

Sjöundi þáttur. Um ferðirnar yfirleitt.1)

I. Yfirlit yfir ferðirnar og pýding: þeirra.

Nú hefur verið skýrt frá ferðum og siglingum Islendinga
til annara landa og útlendinga tii ísiands frá því að
land-námum lauk og til endaloka þjóðveldisins, að því leyti sem
þeirra er getið i heimildarritunum, innlendum og útlendum.

íslendingar fóru utan í margs konar erindum og áttu
opt mörg erindi i sömu ferðinni. Frá upphafi urðu þeir
sem nýbyggjendur fyrst og fremst að hugsa um að bjarga
sjálfum sjer og afla sjer iífsnauðsYnja, enda var það
aðal-erindi þeirra flestra i fyrstu. I Islendinga sögum segir um
ýmsa, sem fóru utan á söguöldinni, að þeir færu til að afla
sjer fjár og frama; en að afla fjár lýtur að þessu. Hins
vegar leið eigi á löngu áður en það þótti frami að fara til
annara landa, og margir ungir menn tóku þvi að fara utan
til þess að framast jafnframt og þeir öfluðu sjer fjár eða
leituðu sjer atvinnu eriendis.

Margir reyndu að afla sjer lifsnauðsynja og fjár í
kaup-ferðum, en aðrir i viking og hernaði. Sumir vildu einnig
vinna sjer eitthvað til frægðar, »verða að nokkru reyndurs
eins og segir í sögunum, eða sjá fornar ættstöðvar, kanna
ókunna stigu og kynnast siðum annara þjóða. En eptir þvi

’) Af því að bindi þetta af »Safni« er orðið avo þykt, töluvert
þykkara en hin bindin, hef jeg slept allmiklu ur þessum þætti, og
að eins tekið nokkuð hið helsta. Ef jeg fæ færi á því síðar, getur
verið að jeg víki aptur að þessu efni.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0897.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free