- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
886

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

886

ferðir, sigl1nga.r og samgöngur.

sem tímarnir breyttust, breyttust og erindi landsmanna til
annara landa. Með nýrri menningu komu ný erindi. 3?á er
íslendingar kyntust kristninni og Island var kristnað, byrjuðu
pílagrímsferðir landsmanna eða suðurgöngur, og námsferðir
nokkru siðar. Sumt breyttist aftur á móti eigi; allan
þjóð-veldistímann voru afbrotamenn dæmdir af landi burtu, og
sumir ílýðu landið til þess að komast undan hefnd o.
s. frv.

Utanferðum íslendinga mætti eptir erindi manna skipa í
þrjá flokka:

1. Ferðir til aðdrátta og til að leita atvinnu.

2. Ferðir til að forðast hefnd og til að fá lausn.

3. Námsferðir og vígsluferðir.

Kaupferðirnar voru til aðdrátta, og í fyrsta flokki verður
líka að telja skáidin, sem fóru utan til þess að heimsækja
konunga og aðra stórhöfðingja og flytja þeim kvæði. fað
var atvinna þeirra, þótt þau hefðu mörg önnur störf sjer til
lífsuppeldis. Mörg þeirra fóru í kaupferðir og hernað rjett
eins og aðrir, en það voru þeim hin mestu vonbrigði, ef þau
fengu engin laun fyrir kvæði sín, eins og vísa Einars
Skúla-sonar sýnir, sem hann orti þá er hann fekk engin laun fyrir
kvæði um Svein konung svíðanda:

Ekki hlaut af ítrum >

Einarr gjafa Sveini (Knytl. saga).

Pá er Einar orti hið mikla kvæði Geisla, Ólafi konungi
helga til dýrðar, mæltist hann í 70. vísunni til dýrlegra launa
(sjá að fr. bls. 792—93). Skáldin gleymdu hins vegar sjaldan
að geta þess, ef þau fengu kvæði sín vel launuð, bæði
sjálf-um sjer og konungi til sæmdar, og öðrum konungum til
fyr-irmyndar.

I fyrsta flokki ber einnig að telja þá Islendinga, sem
gerðust hirðmenn, og þeir voru mjög margir. Islendingar,
að minsta kosti þeir, sem voru af góðum ættum og
metnað-arfullir, sóttust eptir engu meira í Noregi en veturvist og
hirðmensku hjá konungi. Það var eigi eingöngu af þvi, að
það þótti meiri sæmd að vera með konungi en öðrum
mönnum, eða af því, að þeir kyntust þar best siðum heldri
manna, hirðsiðum, heldur og meðfram eða einkum af þvi,
að þar fengu þeir ókeypis vist, og mála að auki, ef þeir

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0898.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free