- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
892

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

892 FERÐIR, SIGLIiNGAR OG SAMGÖNGUR.

hinu sama sumri, og voru þvi áíslandi eða i útlöndum hinn
næsta vetur, rjett eptir því sem á stóð. Síðan siglu þeir
heim sumarið eptir. Stundum bar það þó við, að menn færu
báðar leiðir sama sumarið, og var það kallað að sigla eða
fara tvivegis. Það vakti eptirtekt, og er þess því
venju-lega getið í sögunum, ef þeir menn, sem sögur eru af, gerðu
það.1)

Þá er menn vildu fara utan, urðu þeir að biðja
stýri-mann fars á því skipi, sein þeir ætluðu með. Hann veitti
far og tók við mönnum í skip, ef rúm leyfði, og ef engar
sjer-stakar ástæður voru til að synja þess. Ef fjörbaugsmanni
var beiðst fars, varð þó stýrimaður að ráðfæra sig við
skip-verja, og eins, ef skipið var hlaðið3.) Eigi mátti taka fleiri
menn til skips, en það bæri vöru þeirra. Ef út af því var
brugðið, áttu þeir að ganga af skipi, er síðast komu til skips
með föt sín og minst höfðu unnið að því að búa skipið;
skyldu þá svo margir ráðast úr skipinu sem þurfti til þess
að það yrði fært. 3?á var skip hlaðið, er þrír fimtu hlutar
þess voru í kafi, en tveir fyrir ofan vatn, mælt á miðju skipi.

Stýrimenn áttu að búa svo skip sitt að öllu, að vel væri
fært. Af vatni mátti eigi vera minna en sáld handa
hverj-um sex mönnum. Stýrimenn fengu leigu fyrir hvern mann,
er fór á skipinu, og einnig fyrir búðargögn. Skipsleigu
hálfa, eða fargjald hálft, átti að greiða þegar neytt var segls,
en alla þegar komið var til annars lands, svo nes ganga af
meginlandi út um skutstafn þeim eða í akkerissát.3)

Hásetar áttu að greiða stýrimönnum skipsleigu, en þeir
fengu allir jafnmikið rúm í skipinu fyrir vörur, sem þeir áttu
eða gátu flutt í skipinu. Vörunum var hlaðið í búlka og
hann bundinn4), og átti hver maður að leggja til húðir um
vöru sína, >svá at jafnmargir sekkir sé undir jafnmikilh
húð«5)

Ef menn voru svo staddir í hafi, að meira hlut manna
þykir ráð að kasta nokkru af farminum fyrir borð, þá átti
að kasta því fyrst, sem efst var af þunga vöru; »en jatnt

n Gull-P. 8; Bj. Bít. 3/6; Hkr. II, 125/273, 126/277; Nj. 2/5-8;
Ljós. 180, 202; Heið. 67; Fms. II, 69-72; VI, 119; Ann. IV, 1188, sbr.
Grág. Ia, 241, II, 91. 2) Fóst. 62, 80; Hksb. 387-88; Flat. H>
204; Grág. Ia, 89, II, 282. 3) Grág. Ib, 69, 71. J) Eyrb. 39/69
sbr. Msk. 106, 107; Fms. VI, 378. 6) Grág. Ib, 71—72.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0904.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free