- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
898

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

898

FERÐIR, SIGLIiNGAR OG SAMGÖNGUR.

er landið gefur af sjer. Af sumu fæst þar miklu meira en
landsmenn geta neytt sjálfir. Pess, sem þá vanhagar um
til lífsuppeldis, verða þeir að afla sjer með vöruskiptum.
Þar sem hagur landsins er slíkur, koma þar stundum
hall-æri og hungur. Bændur gáfu konungunum það opt að sök,1)
og þeir reyndu því eðlilega að koma í veg fyrir sult og
seyru með því að banna að flytja korn og annan mat af
landi burt. Á þann hátt fengu konungarnir snemma rjett til
að ráða, hvaða vörur væru fluttar af landi burtu. Peir gátu
því tekið fyrir allan vöruútflutning. Jafnvel sýslumenn eða
embættismenn konungs gátu fyrir hans hönd lagt bann á
vöruflutning úr landi. Aptur á móti mátti ekki leggja bann
fylkna á millum af korni nje af mat, nema með ráði
kon-ungs.3) Arið 1023 bannaði Ólafur konungur Haraldsson
að-selja korn, malt og mjöl í brott af Ögðum, Rogalandi og
Hörðalandi; ljet hann það fylgja boði sínu, að hann mundi
koma þangað með liði sínu og fara að veislum. Bann þetta
var á móti Hálogalandi, nokkrum hluta ríkis hans, þar sem
árferði var þá ilt og sæði brugðust, en konungur vildi fyrst
og fremst sjá fyrir því, að nóg kornföng væru suður í landir
þar sem hann ætlaði sjálfur að vera.4)

Haraldur harðráði leyfði 1057 að flytja mjöl á fjórum
skipum til Islands og bannaði að selja það mjog dýrt, eins
og fyr er sagt. Af ræðu Sverris konungs í Björgyn 1186
má sjá, hvernig hann leit á aðflutning og útflutning á
vör-um. Hann þakkaði öllum þeim mönnum, sem fluttu þá
hluti til Noregs, »er eigi má missa og land þetta bætist
við«. En hann ávítti »þýðverska menn« harðlega fyrir þaðr
að þeir flyttu af Noregi smjör og skreið, er mikil landseyra
er að, en hefðu flutt til bæjarins vín, er margt ilt hefur af
staðið, en ekki gott. Hann kvað erindi þeirra hafa orðið
»oss óþarft og riki voru«, og rak þá i braut (tilvitnanir
að-fr. bls. 749).

Þá er alt gekk vel, var venjulega eigi erfitt fyrir Islend-

’) Sbr. t. d. Hkr. I, 16/252. 2) Frostaþl. YH, 27, N. g. L. L
204; Landsl. VIII, 25, N. g. L. II, 164. s) Frostaþl. V, 43, N. g. L-

I, 182; Gulaþl. 313, N. g. L. I, 103; Landsl. VIII, 25. 4) Ól. s. m-

35; Hkr. II, 115/238, 117/243-249; Ól. s. s. 111, 113-115; Fms. IV

251, 255 - 259; Flat. II, 193, 228.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0910.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free