- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
905

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

UM FERÐIRNAR YFIRLElTT.

905

og þekkja gang himintunglanna og fleira, er laut að
sigl-ingum.

Kaupmenn urðu opt að leggja sig í lífsháska. Fyrir því
þótti rjettast að hætta sjálfur sjóferðum, er efni leyfðu og
menn höfðu kannað siðu annara þjóða. Kaupskapur var
einn-ig hættulegur aivinnuvegur, og þótti því ráðlegast að leggja
tvo þriðju hluta fjár síns í góðar jarðir, er menn urðu
auð-ugir, en hafa að eins þriðjunginn í kaupförum.1)

Auðugustu kaupmennirnir i Noregi hafa eflaust lagt mest
fje sitt í jarðir, en það varð til þess, að Noregur eignaðist
eigi svo duglega og öfluga kaupmannastjett, að hún gæti kept
við Hansakaupmennina, þá er þeir tóku að reka verslun í
Noregi. Þess vegna náðu þeir norsku versluninni undir sig.

Á Islandi voru ekki öll hin sömu lífsskilyrði sem í
Noregi. Sumt þróaðist þar því á annan hátt, en sumt náði
þar engum þroska.

Á íslandi risu engir kaupstaðir upp, og engin
verslunar-stjett. Fjárafl og auður var þar miklu minni. Alt það, sem
kaup-skap snerti, sat við hið sama eða hnignaði. Kaupskipaeign
lands-manna minkaði, eptir því sem þau gengu úr sjer. Framan
af eignuðust menn þó eigi svo sjaldan skip, en það varð
sjaldnar, er fram liðu stundir, og hvergi nærri nóg til að fylla
í skarðið fyrir þau, sem ónýttust. Kaupskip landsmanna
’ýndu því tölunni smátt og smátt, en jafnt og þjett, þangað
til nær ekkert kaupskip var orðið eptir í lok
Sturlungaald-arinnar.

íslendingar stóðu miklu ver að vígi við kaupskap en
Norðmenn. A íslandi var skógur svo smávaxinn, að
Iands-menn fengu eigi innanlands húsavið eða við í hafskip. Hann
urðu þeir að sækja til Noregs, og þótt þeir á söguöldinni
fengju rjett til þess að höggva við í mörk konungs, var það
samt svo erfitt. að sækja við til Noregs, að fæstir fengu
dregið að sjer þann við, sem þeir þurftu í raun rjettri til
húsagjörðar, hvað þá meira. Þessi viðarskortur var
Islend-ingum tilfinnanlegur. Ef skógar hefðu verið eins stórvaxnir
á Islandi og i Noregi, hefði kaupskipum þeirra eigi fækkað
svo skjótt.

Kaupskapur Islendinga var aldrei annað en bænda-

l) Kgsk. 5-9.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0917.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free