- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
904

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

904

FERDIR, SJGUNGAR OG SAMGÖNGDR.

urðar Jórsalafara og var þá einhver hinn ríkasti kaupstaður
í Noregi; sat konungur þar löngum til landsgæslu og efldi
hann á margan hátt. En vorið 1135 rændu og eyðilögðu
Vindur Konungahellu og náöi hún sjer aldrei eptir það.1)

Eptir fráfall Sigurðar Jórsalafara hófst langvinnur
innan-Iands ófriður í Noregi; tóku þá kaupstaðir og verslun litlum
framförum. Þó var þar efnt til nýrra smákaupstaða, sem
Stafangurs og Lúsakaupangurs (inn í Sogni,3) en þeir fengu
enga verulega þýðingu fyrir verslun íslands. Aftur á móti
var Björgyn jafnan mikill verslunarbær og rak mikla verslun
við England.3) Pá er friður komst á 1240, rá ríkisárum
Há-konar konungs Hákonarsonar, blómgaðist verslun Norðmanna
aptur um hríð, kaupstaðirnir stækkuöu og mannfjöldinn óx.
Björgynjarkaupmenn ráku nú mesta verslun á Islandi og drógu
hana mikið úr höndum Niðaróskaupmanna.

Eptir það að kaupstaðirnir komu upp og efldust,
mink-uðu kaupferðir bænda. I kaupstaðina fluttu ríkir menn,
sjer-staklega til Björgynjar, og þnr kom upp sjerstök
verslunar-stjett, einkum á 13. öld. Völdust opt hinir bestu menn tí 1
kaupmensku, eins og segir í Konungs skuggsjá.4)

1 Konungs skuggsjá er lýst ástandinu í Noregi á miðri
13. öld. Kaupskapur þótti þá veruleg atvinna, ef menn báru
kaupmannsnafnið með sóma, en þar voru líka mangarar og
falsarar, sem gáfu sjer kaupmannsnafn og seldu og keyptu
ranglega. Pess var krafist, að sá, sem vildi verða
kaupmað-ur, aflaði sjer sjerstakrar þekkingar. Hann þurfti að hafa
vit á vörum, því að hann átti að rannsaka varning sinnr
meta hann í gott verð, en þó hæfilegt. Hann átti að afla sjer
mikillar mentunar, ekki að eins andlega, heldur og í
um-gengni. Hann átti að kynna sjer löggjöf landsins, sjerstakli’ga
um verslun. Hann átti að læra útlend tungumál og (ölvísi

122, Fsk. 302, Hkr. III. 98/218; Frís. 252; Fms. VI, 432; Flat, III?
Ordericus Vitalis, útg. af Duchesne i Scriptores Normannici, 767;
|>ýð-ing P. Kierkegaards (Historiske Beretninger om Normanner og
Angel-saxere fra Orderik Vitals Kirkehistorie. Kbh. 1893.) II, 376-77.

J) Msk. 191, Hkr. III. 19/289, 32/312-13; Fms. VII. 110, 159; Hkr.
III, 9-12/329-39; Fms. VII, 186-96. 2) Fms. VIII, 57, 310, 437;
194, 200, 439. 3) Sbr. Al. Bugge í Hist. Tidsskr. (norsk), 3 B, IV,
9 o. ef. *) Kgsk. (Christjania 1848) 5. Um Kgsk. sjá Ludvig Daaer
Studier angáende Kongespejlet, i Aarb. f. nord. Oldkh. 1896.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0916.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free