- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
25

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Athugasemdir og sliíring-ar.

Firsta þátt kvæðisins hef jeg kallað Ðæmaþátt, því
að i honum klæðir höf. heilræði sín i dæmisagna búning.

Sama er Óðinn látinn gera í Hávamálum. Þar skirir
hann skaðsemd ofdrikkjunnar með sögunni um sjálfan
sig, þegar hann r>varð ofrölvia í garði hins fróða Fjalars1).
Til skíringar lífsreglunni »Meijjar orðum skyli mangi trúa
«é þvi er kveðr konaa segir hann frá, hvernig Billings
mær ginti hann2). Þvi til sönnunar, að maður eigi að
iæra að koma vel orði firir sig og ekki vera vfimbulfambi,
sá es fátt kann segjaa, segir hann, hvernig hann náði
skáldamiðinum úr höndum hins aldna jötuns: »fátt gat
Þegjandi þarv, segir hann, y>mörgum orðum mœltak i
minn frama i Suttungs sölum«3). Til marks uin spakmælið
»svá er auðr sem augabragð, liann es valtastr vinaa tekur
hann dæmið: vFullar grindr sá ek fgr Fitjungs sonum, nú
bera þeir vánar uö/«4).

Vjer munum síðar sjá dæmi þess, að höf. Sólarljóða
hefur þekt og notað Hávamál. Því er liklegt, að hann
hafi sniðið þennan firsta þátt kvæðis síns eftir
dæmisög-unum i Hávamálum.

I firsta dœmi felst sá siðalærdómur, að það er aldrei
of seint að snúast til guðs (svo P. Kvad, 138. bls., sbr.
Sólarl. 27. er.): eitt miskunarverk, sprottið af sannri iðrun

1) Hávamál 11,—14. erindi. Tilvitnanir til Eddukvæða eru
hjer miðaóar við útg. Finns Jónssonar, Rvik 1905, því að hana
eiga flestir hjer á landi.

2) Hávam. 96.-102. erindi.

3) Hávam. 104—110. er.

4) Hávam. 78. er.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0037.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free