- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
26

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

26

sóla.rljóð

safn v

(sbr. af heilum hug í 4. er.) og guðsótta (sbr. guds liann
gáði í 4. er. og Himna gud bað hann hjálpa sér í 6. er.),
bætir firir allar eldri sindir (sbr. Hj. Falk, 3. bls.).
Jafn-framt felst í dæminu firirheiti um eilifa sælu firir þann,
sem er veginn saklaus (sbr. 74. er.) og ógnun til
morð-ingjans um eilifa glötun (sbr. 64. er.), þvi að hann verður
að taka á sig sindir þess mans, sem hann mirðir (er. 64—6).

Guðbr. Vigfússon og S. Bugge hjeldu þvi fram, að
80. er. kvæðisins, vísan um Sváfr og Sváfrloga, hefði frá
birjun verið upphafserindi þessarar dæmisögu, og Hj. Falk
filgir þeim i þessu. Jeg mun siðar sína fram á, að þetta
erindi á vel við, þar sem það stendur í handritunum, ef
alt er rjett skilið. Helsta ástæðan til þess að flitja vísuna
fram firir var sú, að ef það er ekki gert, þá var svo að
sjá, sem þeir tveir menn, sem þessi dæmisaga segir frá,
væri ekki nefndir á nafn, eins og í þeim fjórum
dæmi-sögum sem á eftir fara (Unnarr og Sævaldi i 2. dæmi,
Sváfaðr og Skartheðinn i 3. dæmi o. s. frv.). Með því að
láta íirstu dæmisöguna birja á visunni um Sváfr og
Sváfr-loga vanst það, að þá var hún um tvo nafngreinda menn
eins og hinar dæmisögurnar. Enn þetta er hreinn óþarfi,
þvi að jeg get ekki sjeð neitt því til firirstöðu, að Greppr
í 1. erindi og Gestr í 2. sjeu eiginnöfn, hið firra nafn
ræningjans og hið síðara nafn morðingjans. Gestr er
al-gengt nafn bæði að fornu og níju og á vel við um
morð-ingjann, sem gistir hjá ræningjanum. Orðið greppr getur
þitt bæði .skáld’ og .ófrinilegur eða tröllslegur maður’
(Svarfd. k. 2 380: sá þar fara grepp harðla mikinn
gagn-varl sér ok var þar Klaufi kominn; í Flat. I 565. bls. er
Dofri kallaður greppr mikill; sbr. greppligr og greppliga).
Síðari merkingin á hjer mjög vel við sem nafn á
ræningj-anum. Að vísu kemur Greppr hvergi annars staðar firir
sem karlmannsnafn svo að jeg viti, enn það kemur firir
sem auknefni, liklega dregið af svip mansins eða stærð
(Halldórr greppr í Sturl.3 II 236. bls.), og frá auknefni til
eiginnafns er stutt fótmál. Til samanburðar má taka það
fram, að í Stjörnu-Odda draum 109. bls. eru tveir stiga-

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0038.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free