- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
6

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

98 í>egar reykjavík

safn v

legum dugnaði sinum og bar fyrir brjósti mestallan
siðari liluta æfi sinnar. En sögu innréttinganna eigum
vér að sumu leyti þegar skráða i ágætu riti, sem ílestir
söguvinir vor á meðal hafa lesið1). Fyrir þann tima
aftur, er innréttingarnar komust á fót, fara tiltölulega
mjög litlar sögur af Reykjavík, þótt hún væri stór jörð
og góð og vafalaust vel setin lengst af.

Árið 1787 er öll bygð Reykjavíkur að heita má
saman komin vestur undir Grjóta-brekkunni fyrir
vest-an kvosina, þar sem nú heitir Aðalstræti. Þar höfðu
innréttingarnar verið reistar i upphafi, tvær nokkurn
veginn hliðstæðar húsaraðir milli hafnarinnar að
norð-an og Tjarnarinnar að sunnan. Hús þessi tilheyra öll
innréttingunum, að undan teknum 4—5 húsum nyrzt í
götunni, sem tilheyra kongsverzluninni, sem þar hefir
þá verið rekin sjö undanfarin ár, og litlu húsi rétt fyrir
austan þau, Fálkahúsinu. Spölkorn austar með
strönd-inni stendur Ijótur og fallinn moldarkofi. Eiga
innrétt-ingarnar hann og er það Reipslagarahúsið svonefnda
(Fabriqve-hus nr. 10). En milli þessa moldarkofa að
austan og Fálkahússins er Reipslagarabrautin með
stöng-um sínum og hjólum, þar sem nú er vesturhluti
Hafn-arstrætis, frá Pósthússtræti að Veltusundi. Fyrir sunnan
brautina er hlaðinn mikill steingarður, aðallega til
varnar mót sjávargangi, og nær hann alla leið austur
að læknum skamt þar fyrir ofan sem lækurinn fellur
til sjávar. Fyrir sunnan steingarð þennan liggur mikill
og sléttur völlur, þó lítt grasgefinn, alla leið suður að
Tjörninni. Nefnist hann einu nafni Austiirvöllur, þótt
syðsti hluti hans beri líka sérstakt nafn, Tjarnarvöllur.
Austurvöllur er þá minst sexfalt stærri en nú er hann.
Er hann einn hluti Reykjavikur-túnsins og hefir
kaup-maðurinn og aðalforstjóri innréttinganna — sem nú er
einn og sami maður — afnot hans. Á elzta Reykjavikur-

1) Jón Jónsson dósent: Skúli landfógeti Magnússon.
Reykja-vík 1912.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0098.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free