- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
8

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

98

í>egar reykjavík

safn v

þegar innréttingarnar voru settar á stofn. Fyrir hinum
nj-ju húsum hafa gömlu húsin orðið að þoka.

Hvar hafa þau bæjarhús staðið?

Mér er næst geði að ætla, að þau haíi legið i beinni
röð frá austri til vesturs, frá útnorðurhorni
kirkjugarðs-ins upp undir Grjótabrekkuna fyrir vestan, þ. e. yfir
þvert Aðalstræti, sem nú er, frá húsi Brauns-verzlunar
upp að húsi Stefáns hins oddhaga Eirikssonar. Eftir
þeirri venju, sem verið hefir lengst af hér á landi með
tilhögun húsaskipunar á kirkjustöðum, hefir reglan
vei’ið sú, að framstafn kirkjunnar horfði við manni á
aðra hönd, er komið var út úr bæjardyrum. Nú hefir
framstafn kirkjunnar hér vitanlega snúið út að
Aðal-stræti, sem nú er. Eins má gera ráð fyrir, að bæjarhúsin
hafi ekki verið fyrir sunnan kirkjuna, þvi að þá hefði
annaðhvort kirkjan staðið að húsabaki, sem hvergi
tiðk-ast, eða bæjarhúsin horft mót norðri. Hitt er margfalt
sennilegra, að þau hafi legið fyrir norðan kirkjuna og
vestan. Þá hafa bæjarhúsin horft mót suðri og sólu, en
snúið bakinu með húsagarði og heygarði móti
norðan-áttinni, sem gera má ráð fyrir, að ekki hafi verið hlýrri
þá hér um slóðir en nú er hún. Loks er eitt atriði,
sem mér virðist styðja þá skoðun mina á legu
bæjar-húsanna, sem hér hefir verið haldið fram, að
bæjar-húsa-röðin hafi legið frá austri til vesturs: Eitt af
hús-um innréttinganna, upphaílega ibúð spunakvenna
(»Lo-gement for Spindersker«), er lá áreiðanlega þar sem
nú er Grjótagata nr. 4 (hús Stefáns Eirikssonar), er i
öllum upptalningum innréttinga-húsanna kallað
»Skál-inn« (»Skavlen« eða »Skalen«). Hvernig stendur á þvi
nafni? Öll hin húsin eru venjulega auðkend tölustöfum
(»Fabriqve-hus Nr. 1«, »Fabr.hus Nr. 2« o. s. frv.) og
til nánari skýringar sett i svigum aldönsk heiti
(»Di-recförens Hus«, »Kontor- og Magazinhus«,
»Bebslager-vaaning«, »Overskærerstue« o. s. frv.); en þetta hús eitt
ber hið islenzka heiti »Skálinn«. Mér virðist liggja næst
að ætla, að svo standi á þvi, að þetta hús hafi
upphaf-lega verið eitt af bæjarhúsunum gömlu (vestasta húsið)

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0100.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free