- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
104

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

104

pegar reykjavík

■ safn V

séra Ásmundur flultist að Odda, sökum mótblásturs,
sem hann mjög ómaklega varð fyrir hér í bæ,
aðal-lega fyrir undirróður einstakra manna, þá vildi
eftir-maður hans i embættinu, séra Ólafur Pálsson, ekki
kaupa eignina; en það varð til þess að kaþólska
trú-boðíð nokkuru siðar náði kaupum á henni, fyrir
milli-göngu Randrups lyfsala, og hefir eignin siðan verið í
höndum þess, sem kunnugt er.

Um kotin vestast i Landakotsvelli er fátt að segja.
Þau hétu litla Landakot eða Landakots-kot annað, en
Fjárhúskot hitt. Hverfa þau bæði iir sögunni, þegar
kemur fram á öldina síðustu.

Hér um bil beint norður af Landakoti, þó öllu
heldur i Hliðarhúsavelli en i Landakotsvelli, stóð um
það bil, er Reykjavik fær kaupstaðarréttindi, býli eitt,
er nefndist Jaðar. Á uppdrætti Lievogs (1787) er býli
þetta kallað öðru nafni: Skakkakot eða Slcakk, og
fest-ist það nafn við býlið siðar. Þar bjó framan af öldinni
Sölmundur Jónsson, er átti Sigriði, dóttur Sighvatar í
Grjóta og Gunnhildar eldri Hjaltalin. Seinna bjó þar
lengi Teitur Teitsson, faðir Helga hafnsögumanns.
Skakkakot var rifið einhvern tima nál. 1870. Þar sem
kotið stóð, er nú hús Tofte bankastjóra, sem ekkja
Guð-brandar heit. Finnbogasonar faktors lét gera þar
nokk-uru fyrir siðustu aldamót. Lítið eitt vestar i
Hliðar-húsavelli var áður kot eitt, er Halakot (bls. 12) nefndist,
en mun hafa lagst niður i lok 18. aldar. Árið 1801 og
síðar er það ekki talið meðal bygðra býla.

Nokkuru austar en Skakkakot, hér um bil í beinni
linu norður af Landakotskirkjunni, sem nú er, stóð
bjáleigan Götnhús (venjulega nefnd og jafnvel skrifuð
Göthús), sem um margar aldir fylgdi Reykjavik, en
hafði siðar, eins og Landakotið og Hólavöllur hálfur,
verið lögð innréttingunum til afnota. Þar gerði garðinn
frægan allan seinni hluta 18. aldar Sigurður Erlendssort
(lögréttumanns i Hrólfsskála Brandssonar lögsagnara
i Bygggarði, og siðar i Reykjavik, Bjarnhéðinssonar) og
kona hans Hlaðgerður Guðmundsdóttir (frá Evjum i

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0196.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free