- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
105

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

nr. 2

var fjórtán vetra

105

Kjós). Erlendur lögréttumaður átti, sem fyr segir,
Sess-elju Tómasdóttur á Arnarhóli Bergsteinssonar, og með
henni, auk Sigurðar, dóttur eina, Oddnýju, sem átti Odd
Hjaltalin lögréttumann og lögsagnara á Rauðará, sem
fyr er nefndur (bls. 13). Af börnum Sigurðar hafa þegar
nefndar verið þær Sigríður eldri, er átti Runóif
Klemens-son faktor og verksmiðjustjóra, og Sigríður yngri, er
átti Henrich Hansen, danskan að ætt, sem upphailega
hafði verið »assistent« við kongsverzlunina i Hólminum,
en seinna kaupmaður á Bátsöndum. Þriðja dóttir
Sigurð-ar, Vigdis, átti Grim Ásgrimssson, er og bjó í Götuhúsum
árum saman; synir þeirra voru þeir séra Jón á
Húsa-felli (f 1809) og séra Sigurður á Helgastöðum (f 1852).
Sigurður í Götuhúsum var með merkustu mönnum í
Reykjavíkurhrepp A sinni tið, atorkumaður mikill og
efnaður vel. Hann mun hafa dáið nokkuru fyrir fyrri
aldamótin (1796 eða þar um), en Hlaðgerður dó 1803.
Af öðrum búendum i Götuhúsum höfum vér þegar
nefnt Einar Jónsson, er seinna bjó i Þingholti fjölda
ára, föður Bergþóru, konu Ara í Skálholtskoti
Magnús-sonar. Þegar kemur fram á 19. öldina, hnignar
Götu-húsum í mörgu tilliti. Petræusar-verzlun hafði eignast
þau nokkuru eftir aidamótin 1800, eins og Landakotið,
°g hefir vafalaust séð sér hag í, að tómthússbýlum
fjölg-aði þar, heldur en hitt. Allan fyrri hluta 19. aldar bjó
þar Jörgen nokkur Pálsson, er dó háaldraður og
blind-ur nokkuru eftir 1850. Eftir 1860 eignaðist Geir
kaup-maður Zoéga Götuhúsin. Lét hann rifa öll kotbýlin og
slétta yfir, svo hvergi sá stein yfir steini, svo og umgirða
alt túnið, sem siðan hefir borið nafnið »Geirstún«l).

Fyrir norðan Götuhúsin, en vestar þó, rétt norður
v’ð sjó, var jörðin Hlíðarhús með hjáleigunni Ána-

1) Eftir að petta er skrifað, er tekið að gera allstórt
stein-hús tvilyft á Götuhúsatúni, lítið eitt austar og sunnar á túninu en
Gotuhúsin göralu voru fyr á tíð. Pað hús tætur gera Geir
verk-fræðingur Zoega (sonur Geirs rektors).

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0197.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free