- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
10

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

10

fjölmóður

sa.fn v

ins hjarta og þeli, svo mikið dregst frá guðs ótta i réttri
trú, og þar fyrir liður drottinn og leyfir, að óvinurinn
hefir svo mikið æði í kristilegri kirkju, að hjörtun
mann-anna eru volg og halda ekki einlægt við guð almátlugan,
heldur falla fram hjá guði, hverjum einum óttinn ber,
svo vel sem elskan og trúin, og óttast jafnframt guði
and-skotann; það er ein orsök með öðrum i þessu landi, er
eg held, að gefi djöflinum rúm til sinna strákaverka. En
þá hann er forsmáður, með því hann er drambsamur
andi og liður það ógjarna, þá mun dofna hans áræði,
komi þar til alvaiiegur guðsótti, bæuin og ástundan
kristilegs lifernis i guðhræðslu, sparneytni og hófsemi«
(sjá bréfabækur Brynjólfs byskups, II. bindi, frumrit i
AM. 269, fol., eftirrit i Lbs. 1078, 4to., bls. 762—763).
Það er auðsætt, að þessum orðum byskups er eirikum
beint að galdri, þótt allar freistingar manna yfirleitt séu
djöflinum eignaðar og við þeim varað.

Þá komst galdratrúin í algleyming, er menn fundu
það vænlegast til varnar gegn galdramönnum að brenna
þá á báli, en galdrabrennur hófust hér á öndverðri 17.
öld (1625). Fengu þá þeir menn, sem minna máttar voru,
lítt komið vörnum fyrir sig, ef sakaðir voru um galdur.
Raunar var þessi siður, galdrabrennurnar, tekinn upp
hér á landi að dæmi nálægra útlendra þjóða, og miklu
siðar hófust hér galdrabrennur en annarstaðar. Vorum
vér íslendingar að þessu leyti eftirbátar annarra þjóða,
en ekki kom það til af þvi, að menn væru hér yfirleitt
mannúðlegri eða hjátrúarminni en annarstaðar, beldur
barst sjálft þetta þjóðráð við göldrunum,
galdrabrennurn-ar, siðar liingað en í önnur lönd; svo var og er því farið
um flesta strauma og stefnur, sem ganga um löndin, að
þeirra kennir’oftast seint hér á landi, af mjög
skiljanleg-um ástæðum. Þó er það satt, að ekki kvað jafnmjög að
galdrabrennum hér sem víða annarstaðar að tiltölu, og
fyrr mun þeim hafa linnt hér en sumstaðar annarstaðar,
en ekki mæltist það vel fyrir af mörgum, og illan bifur
höfðu menn lengi fram eftir á þeim, er andæfðu göldrum
og galdabrennum. Árni prófessor Magnússon verður einna

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0254.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free