- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
127

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

NR. 6

’ í HJALTADAL

127

kemur, eins og sagt hefir verið frá, alin fyrir hundrað,
hlytu kirkjur, sem mjög hátt eru virtar, ef þær væru
úr torfi, að verða óhæfdega langar, lengri jafnvel
held-ur en torfhús geta verið svo vel fari.

5.) Séu klukkur þær, er kirkja á, mjög margar,
gæti það einnig bent til þess, að þar væri kirkja úr
tré. Erfitt mundi verða að hengja upp margar klukkur
i eða utan á torfkirkju, þvi að vel þjrrfti til slikrar
kirkju að vera viðað, ef ekki ættu klukkurnar að steypa
undan sér með þunga sinum. Eins geta ýmsar
bygg-ingarleifar, sem geymdar eru i söfnum, útskornar súlur
o. s. frv., gefið ýmsar bendingar um efnið i kirkju
þeirri, sem gripirnir eru úr.

" tí.) Loks er mikil ástæða til að ætla, að þar
sem talað er um að fluttur hafi verið út kirkjuviður,
niuni kirkjur þær, sem hann fór i, hafa verið bygðar
úr timbri. Að visu væri hæglega hugsanlegt, að
viður-inn væri eingöngu ætlaður i ræfur og þil og gafla, enda
er þetta varla einhlitt, nema einhver önnur rök komi til.

Flestar voru kirkjurnar bygðar úr torfi, eins og
enn hefir tiðkazt alveg fram á þennan dag. Þetta
bygg-ingarlag er þó ekki sérkennilegt fyrir ísland, þvi að á
fyrstu timum kristninnar á Irlandi voru bygð bæði
torfhús og torfkirkjur1). Aptur á móti er ókunnugt, að
torfbyggingar hafi verið notaðar i Norvegi, og má
nieðal annars af þvi ráða, að Islendingar hafi numið
torfbyggingar af Keltum eins og margt annað gott2).

Ekki er til mikið af greinilegum upplýsingum um
stærð kirkna hér á landi i fyrri daga. Stærð og mál
dómkirkjunnar á Hólum er fullkunnugt, og lengd
dóm-kirkjunnar i Skálholti lika, en annars er ekki eptir
öðru að fara en einni litilli kirkju, sem stendur enn i

1) Arts I, 36. Sbr. Stokes bls. 2, 130.

2) Valtýr Guðmundsson segir frá því (i Privalb. bls. 94—95),
að torfhús pekkist úr Svíþjóð. Ekki er samt liklegt, að hér á
landi hafi getað orðið vart neinna áhrifa paðan, svo líti-1 mök
sem Islendingar hafa og höfðu við Svía.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0523.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free