- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
128

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

128

• DÓMKIRKJAN A HÓLUM

SAFN V

dag, nokkrum flausturslega gjörðum útgröptum og
ein-stöku meira og minna vafasömum frasögnum.

Arið 1901 rannsakaði Brynjólfur heitinn Jónsson
fyrir Hið islenzka fornleifafélag rúst eina á Esjubergi,
sem kölluð var »kirkjurústin«, og gróf i hana að nokkru
leyti. Arangurinn af þeirri rannsókn sést i árbók
fé-lagsins1). Tóptin var hér um bil 4 faðma á lengd og 3
á breidd, eða sem svarar 8X6 álnir. Dyrnar voru á
suðurhlið tóptarinnar, og öll var hún svo mjóslegin,
að ekki getur komið til mála, að ætla annað en að
hér sé grunnur undan trékirkju. Það er að vísu svo,
að manni í fljótu bragði virðist hún vera óhóílega
breið, borið saman við lengdina, en það þarf þó ekki
að furða, þvi að alveg sama er að segja um kirltjuna
á Gunnsteinsstöðum, sem er frá þvi fyrir siðaskiptin.
Og þó að ekki sé getið um kirkjuna á Esjubergi nema
á tveimur stöðum2), verður þó að ætla mannaminnum
að geta hafa geymt réttan staðinn, þar sem kirkjan stóð.

Það hefir þegar áður verið minst á útgröpt þann,
sem þeir prófessor Finnur Jónsson og Daniel
höfuðs-maður Bruun gjörðu á Gásum. Grófu þeir einnig í
kirkjutópt þar; sem var greinilega sýnileg ofanjarðar,
og er gröpturinn framinn á þann hátt, að harin gat
ekkert leitt í Jjós annað en það, sem kirkjutóptin
ó-grafin sýndi3). Prófessor Finnur segir svo frá, að tóptin

1) Á. Í. F. F. 1902 bls. 33—35. Á rannsóknum Brynjólfs er
vilanlega sáralítið byggjandi, og stafar pað aðallega af pvi, að
hann kunni ekki rannsóknaraðferðir og var alókunnugur
er-lendum bókmentum. fegar miðað er við þetta, hefir honum þó
áorkast furðanlega mikið.

2) Landnáma bls. 42 sbr. 44 og Kjalnesingas. bls. 398—99.

3) Á. 7. F. F. 1908 bls. 3—8 sbr. og myndirnar. Rannsókn
þessi hefir verið svo af hendi leyst, að sama er sem ógjörð væri,
og finst manni þar fátt um afsakanir. Hæglega getur það komið
fyrir, að rannsókn gefi engan árangur, þvi að vitanlega ræður því
tilviljun ein, livað jörðin geymir i skauti sér, og væri ekkert
þar til að segja, ef sæist, að allra bragða hefði verið neytt. En
liér er ekki því að heilsa. Samkvæmt kortinu (töílu II), sem
Ar-bókinni fylgir, eru á Gásum 74 tóptir og hafa þær verið kannað-

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0524.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free