Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>
Below is the raw OCR text
from the above scanned image.
Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan.
Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!
This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.
NR. 6
’ í HJALTADAL
135
ráða það, að vel geti hafa verið til sérstakt íslenzkt snið
á hérlendum trékirkjum, og að þær þá ekki heldur
bein-línis þurft að hafa verið gjörðar eptir útlendum
fyrir-myndum, aðallega norskum, eins og margir imynda sér.
Áður en farið er út i sjálf kirkjuhúsin verður að
renna augum yfir þau mannvirki, er næst þeim voru i
kirkjugörðunum, og skiptingu kirkjunnar i einstaka parta
eptir þátiðarmálvenju.
Eptir þvi, hvort kirkjur voru graptarkirkjur eða ekki,
lágu að þeim leiði að austan, norðan og sunnan, en
sennilega hefir fyrir framan allar, jafnt graptarkirkjur
sem aðrar, verið autt svið að vestanverðu, er var kallað
»hlað fyrir kirkjua1), «kirkjupallar þeir, sem fyrir kirkju
eru«2) eða »kirkjustétt« 3) og virðist svo af heitinu sem
hlaðið, pallarnir eða stéttin hafi verið steinlögð. Ekki
verður skilið, að þetta auða svið hafi verið til annars
en þess, að ekki þyrfti að stíga á leiðin er i kirkjuna
væri gengið, og það steinlagt svo að siður skyldi það
traðkast upp af hinni miklu umferð.
Kirkjunni var skipt, frá austri talið, i kör eða
söng-hús1), framkirkju5) eða miðkirkju6), og er fremsti
partur miðkirkjunnar kallaður bekkur7) eða
krókbekk-ur. En útbygging sú, er var á sumum kirkjum að
vestanverðu var, eftir þvi hve há hún var, nefnd
for-kirkja eða stöpull8). Út úr langhliðum margra kirkna
voru kapellur9) eða stúkur10) og einstöku kirkjur voru
með skrúðhúsi10) eða sakristiu"). Loks voru nokkrar
1) B. S. 1, 66, 77. 2) NGLV. bls. 25. 3) Slurl. II, 213, 238.
4) Það vísast til þessara orða í registrinu við D. I. Orðið
sönghús gæti þó í B. S. I, 204 gefið til efni til að orðið kór
væri skilið sem »apsis«, en sönghús ætti við allann kórinn með
aPsis. Annars er ekkert, sem styður þenna skilning. 5) Sjá orðið
i registri D. I. 6) B. S. II, 233, D. I. III, 685. 7) D. I. IX, 296.
8) Sjá orðið í registri D. I. 9) D. I. IX, 295, 305, 307. Petta orð
sýnist hafa dálítið aðra merkingu en orðið stúka, og vera nánast
smákirkja samföst við aðalkirkjuna. 10) Sjá orð þetta í registri
D- I• 11) D. I. IV, 480.
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>