- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
157

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

nr. 6

’ í HJALTADAL

157

að hér er án alls efa ált við tvo aðskilda kóra, og er
það enn berara af þvi, að verið er að sjá hvorum þeirra
fyrir nauðsynlegum bókum. Það verður því varla hjá
þvi komist að ætla, að Kirkjubæjarklausturskirkja hafi
verið með tveimur kórum, öðrum að austanverðu, en
hinum að vestanverðu. Ekki verður auðvelt að leiða
sennilegar getur að þvi, hvernig þetta fátiða
byggingar-lag hafi hingað komist. Það er þó víst, að ekki er um
það að tala, að kirkja þessi hafi getað verið orienteruð,
til þess er kristni of ung hér í landi. Sennilegast er að
einhverjir Islendingar hafi séð þvílikar kirkjur á
ferða-lögum úti i löndum, og siðan haft út með sér lagið-og
reist kirkju eptir þvi. Það mætti hér benda á, að
skömmu eptir kristnitökuna lögðu allmargir islenzkir
ferðamenn leið sína um eyjuna auðgu (Reichenau) í
Bódenvatni, eins og gestabók klaustursins þar ber með
sér1). En í Mittelzell, þar sem, eins og getið var um, er
kirkja með austur- og vesturkór, lá einmitt klaustur
þetta1), og var kirkjan bygð og stóð þar áður enn
kristni var lögtekin hér. Hafa þvi þeir islenzku
ferða-nienn, sem lögðu leið sina um eyna, hlotið að sjá
kirkjuna. Það er vitanlega engan veginn gefið, að þetta
hafi orðið til þess að slík kirkja væri bygð hér, en
mögulegt er það, og jafnvel ekki alveg ólíldegt, þvi svo
eru þessar kirkjur fáar að ekki er sennilegt, að islenzkir
íerðamenn hafi opt rekist á þær annarsstaðar en þarna.
Orðatiltæki i máldaga Þykkvabæjarklausturs frá 1523
gætu og bent til þess, að kirkjan þar hafi einnig verið
oieð bæði austur- og vesturkór; þar segir: »Item svo
mörg líkneski i kórnum«s), og siðar i sama máldaga:
»Item lítil brik uppi á Mariukór með alabastur«A).
Mariukór sýnist hér beinlinis vera notað i mótsetningu
við kór á fyrri staðnum, og er varla liklegt eptir
þá-tiðarmálvenju að átt sé við Maríustúku. Enda er það
einmitt ekki ósennilegt, að tvær kirkjur jafn mætar og

1) D. I. I, 170-172. 2) Kugler II, 488. 3) D. I. IX, 190.

4) D. I. IX, 191.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0553.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free